Sport

Valsstúlkur til Svíþjóðar

Ákveðið hefur verið að riðill Vals í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna í knattspyrnu verði leikinn í Svíþjóð. Auk Vals eru í riðlinum í Djurgården/Älvsjö, sem eru mótshaldarar, ZFK Masinac-Classic Nis og Alma KTZH. Allir fjórir riðlarnir í 16-liða úrslitum fara fram dagana 13. - 17. september og fara efstu tvö liðin í hverjum riðli áfram í 8-liða úrslit, þar sem leikið verður með útsláttarfyrirkomulagi, heima og heiman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×