Sport

ÍBV vann Keflavík í kvennaboltanum

Einn leikur var á dagskrá í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi þegar ÍBV vann nauman 4-3 sigur á Keflavík. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á þriðjudag en honum var frestað og var leikið á Hásteinsvelli í gærkvöldi. Nína Ósk Kristinsdóttir kom gestunum yfir í byrjun leiks en skömmu síðar náði Suzanne Malone að jafna metinn. Guðný Petrína Þórðardóttir kom Keflavík aftur yfir með marki úr vítaspyrnu á 36.mínútu en aftur svöruðu Eyjastúlkur um hæl og Suzanne Malone skoraði sitt annað mark og jafnaði metinn þremur mínútum síðar og staðan 2-2 í hálfleik. Olga Færseth kom síðan ÍBV yfir þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Nína Ósk Kristinsdóttir jafnaði tíu mínútum síðar með sínu öðru marki. Það var svo Elín Anna Steinarsdóttir sem skoraði sigurmarkið á 78.mínútu og ÍBV fékk öll stigin þrjú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×