Sport

Ballack kóngurinn í Þýskalandi

Þýskir íþróttafréttamenn völdu í gær knattspyrnumann ársins í Þýskalandi. Michael Ballack, miðjumaður Bayern Munchen, varð fyrir valinu en hann fékk alls 516 atkvæði. Hann hlaut yfirburðarkosningu því sá sem var á eftir honum fékk 103 atkvæði, það var Lukas Podolski sóknarmaður hjá Köln. Ballack er 28 ára og var sannkallaður lykilmaður í liði Bayern á síðustu leiktíð eins og svo oft áður, þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem hann hlýtur þessa viðurkenningu frá íþróttafréttamönnum. Bayern vann deild og bikar síðasta tímabil og kemur því ekki á óvart að Felix Magath var valinn þjálfari ársins. Birgit Prinz var valin knattspyrnukona ársins fimmta árið í röð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×