Sport

Fimm keppa á heimsmeistaramóti

Fimm íslenskir frjálsíþróttamenn keppa á heimsmeistaramóti unglinga sautján ára og yngri í frjálsum íþróttum í Marrakech í Marokko í næsta mánuði. Sveinn Elías Elíasson Fjölni keppir í áttþraut, Þorsteinn Ingvarsson HSÞ í langstökki og þrístökki, Anna Íris Skúladóttir Fjölni í 800 og 1500 metra hlaupi, Ragnheiður Anna Þórsdóttir FH í kúluvarpi og kringlukasti og Þóra Kristín Pálsdóttir ÍR í sjöþraut.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×