Sport

Breiðablikskonur ósigrandi

Breiðablik er enn ósigrað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu eftir stórsigur á FH 7-0 í Hafnarfirði í gærkvöldi.  Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði 3 mörk, Erna Sigurðardóttir 2 og þær Ólína Viðarsdóttir og Casey McCluskey sitt markið hvor.  Breiðablik hefur 21 stig þegar fyrri hluti Íslandsmótsins er búinn en Valur er þremur stigum á eftir með 18 stig.  Valur vann KR í gærkvöldi 2-1 eftir að hafa lent marki undir.  Hrefna Jóhannesdóttir kom KR yfir í byrjun síðari hálfleiks en Laufey Ólafsdóttir jafnaði metin skömmu síðar.  Sigurmarkið skömmu fyrir leikslok, Rakel Logadóttir tók hornspyrnu og boltinn fór inn fyrir marklínuna.  KR-konur mótmæltu og vildu meina að boltinn hefði ekki farið í markið en dómarinn dæmdi markið gott og gilt.  Breiðablik og Valur mætast í næstu viku á Valsvellinum.  Þegar liðin mættust í fyrstu umferð sigraði Breiðablik 4-1.  ÍBV vann Stjörnuna 3-2 eftir að Stjarnan hafði komist í 2-0 með mörkum Bjarkar Gunnarsdóttur og Guðrúnar Höllu Finnsdóttur.  Hólmfrímur Magnúsdóttir, og Bryndís Jóhannesdóttir jöfnuðu metin en á síðustu mínútunni skoraði Erna Dögg Sigurjónsdóttir sigurmarkið.  KR og ÍBV eru í 3. og 4. sæti með 12 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×