Sport

Réttarhöldin í formúlu eitt í dag

Í dag verða réttarhöldin vegna uppákomunnar í formúlu eitt í Indianapolis um daginn, þar sem úr því fæst skorið hvort liðin sjö sem drógu sig úr keppni af öryggisástæðum fá harða refsingu eða áminningu. Talið er að refsing liðanna gæti verið allt frá áminningu upp í löng bönn eða himinháar fjársektir og hafa liðin hótað að sniðganga næstu keppnir ef þeim þykir refsing sín of þung. Það má því búast við mikilli spennu í réttarsalnum í dag þegar skorið verður úr um þetta leiðindamál, sem hefur varpað skugga á íþróttina undanfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×