Meistarataktar FH í Árbænum 26. júní 2005 00:01 Þó svo að júnímánuður sé ekki liðinn lítur út fyrir að ráðið sé hverjir verði Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla í ár. FH-ingar hafa unnið alla átta leiki sína á mótinu til þessa og þann síðasta með því að skora fimm mörk gegn tveimur á heimavelli Fylkis í Árbænum. Fyrirfram var talið að Fylkismenn þyrftu að stöðva FH-inga ef einhver spenna ætti að ríkja við toppinn í sumar og svöruðu Hafnfirðingar því mjög skýrt að þeir ætli hvergi að gefa eftir."Ég hef aldrei lent í því að lenda 4-0 undir eftir hálftíma," sagði Björgólfur Takefusa, annar markaskorara Fylkis eftir leikinn. "Að vinna sig úr því var of mikið í dag, sérstaklega gegn þessu liði."Að klára leikinn eftir það var bara formsatriði og þó svo að Fylkismenn hafi klórað í bakkann í lok leiksins var sigur FH aldrei í hættu. Þess í stað fullkomnaði Allan Borgvardt þrennuna sem var viðeigandi þar sem hann hafði rotað heimamenn með tveimur góðum mörkum í upphafi leiksins. "Þeir eru búnir að vinna alla sína leiki og það verður erfitt að stoppa þá," sagði Björgólfur. "Ég held að þetta sé formsatriði fyrir þá að klára mótið eins og komið er fyrir málunum. Þeir eru með það góðan hóp og mjög vel spilandi lið."Þrjá byrjunarliðsmenn vantaði í lið FH í dag en það kom engan veginn að sök. Liðið spilaði glimrandi góða knattspyrnu."Þetta er ekki bara formsatriði fyrir okkur," sagði Tryggvi Guðmundsson FH-ingur eftir leikinn. "Þetta er snilldarbyrjun og við verðum að halda þessu áfram en það er nóg eftir af mótinu."Um leikinn sagði hann að það hafi verið lagt upp með að klára Fylkismenn snemma. "Við vorum staðráðnir í að byrja vel. Fylkir er mjög léttleikandi lið ef það nær sér á strik. Við ætluðum ekki að gefa þeim tækifæri til þess og var ágætt að vera komnir 3-0 yfir í upphafi leiksins. Þetta gekk allt upp hjá okkur." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira
Þó svo að júnímánuður sé ekki liðinn lítur út fyrir að ráðið sé hverjir verði Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla í ár. FH-ingar hafa unnið alla átta leiki sína á mótinu til þessa og þann síðasta með því að skora fimm mörk gegn tveimur á heimavelli Fylkis í Árbænum. Fyrirfram var talið að Fylkismenn þyrftu að stöðva FH-inga ef einhver spenna ætti að ríkja við toppinn í sumar og svöruðu Hafnfirðingar því mjög skýrt að þeir ætli hvergi að gefa eftir."Ég hef aldrei lent í því að lenda 4-0 undir eftir hálftíma," sagði Björgólfur Takefusa, annar markaskorara Fylkis eftir leikinn. "Að vinna sig úr því var of mikið í dag, sérstaklega gegn þessu liði."Að klára leikinn eftir það var bara formsatriði og þó svo að Fylkismenn hafi klórað í bakkann í lok leiksins var sigur FH aldrei í hættu. Þess í stað fullkomnaði Allan Borgvardt þrennuna sem var viðeigandi þar sem hann hafði rotað heimamenn með tveimur góðum mörkum í upphafi leiksins. "Þeir eru búnir að vinna alla sína leiki og það verður erfitt að stoppa þá," sagði Björgólfur. "Ég held að þetta sé formsatriði fyrir þá að klára mótið eins og komið er fyrir málunum. Þeir eru með það góðan hóp og mjög vel spilandi lið."Þrjá byrjunarliðsmenn vantaði í lið FH í dag en það kom engan veginn að sök. Liðið spilaði glimrandi góða knattspyrnu."Þetta er ekki bara formsatriði fyrir okkur," sagði Tryggvi Guðmundsson FH-ingur eftir leikinn. "Þetta er snilldarbyrjun og við verðum að halda þessu áfram en það er nóg eftir af mótinu."Um leikinn sagði hann að það hafi verið lagt upp með að klára Fylkismenn snemma. "Við vorum staðráðnir í að byrja vel. Fylkir er mjög léttleikandi lið ef það nær sér á strik. Við ætluðum ekki að gefa þeim tækifæri til þess og var ágætt að vera komnir 3-0 yfir í upphafi leiksins. Þetta gekk allt upp hjá okkur."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira