Sport

FH bikarmeistari í 12. sinn í röð

FH varð í gær bikarmeistari í frjálsum íþróttum í 12. sinn í röð. FH sigraði örugglega, fékk 195 stig, en ÍR-ingar sem urðu í öðru sæti hlutu 153 stig. Skagfirðingar urðu þriðju, Breiðablik hafnaði fjórða sæti og sameiginlegt lið Fjölnis og Ármanns í fimmta sæti. Í 2. deild sigraði HSÞ eftir hörkukeppni. Þingeyingar fengu 64 stig en sameiginlegt lið HSK og Selfoss fékk 62 stig. Húnvetningar urðu í þriðja sæti með 57 stig og Eyfirðingar í fjórða sæti með 56. Þannig munaði aðeins átta stigum á fyrsta og neðsta sætinu. Þingeyingar tryggðu sér sigur með því að sigra í báðum boðhlaupunum, 4x100 metra hlaupi karla og kvenna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×