Sport

Tryggvi bestur í 1.-6. umferð

FH og Valur eiga flesta leikmenn í liði fyrsta þriðjungs Landsbankadeildarinnar en valið var kynnt á blaðamannafundi KSÍ í Iðnó í hádeginu. Tryggvi Guðmundsson FH var valinn besti leikmaðurinn og Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, besti þjálfarinn. Lið 1.-6. umferðar er skipað eftirtöldum leikmönnum. Markvörður: Bjarni Þórður Halldórsson, Fylki Varnarmenn:Guðmundur Sævarsson FH, Auðun Helgason FH, Atli Sveinn Þórarinsson Val, og Bjarni Ólafur Eiríksson Val Miðjumenn:Matthías Guðmundsson Val, Guðmundur Benediktsson Val, Helgi Valur Daníelsson Fylki og Jón Þorgrímur Stefánsson FH Framherjar:Tryggvi Guðmundsson FH og Guðmundur Steinarsson Keflavík Kristinn Jakobsson var valinn besti dómarinn. Þá voru stuðningsmenn Keflavíkur útnefndir þeir bestu í þeim „málaflokki“. Í kvöld verður 1.-6. umferðin gerð upp á Sýn með helstu knattspyrnuspekingum landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×