Sport

Stofna nýjan íþróttastyrktarsjóð

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og Alcoa undirrituðu í dag samstarfssamning um stofnun nýs styrkjarsjóðs sem nefnist Sprettur. Hann hefur það markmið að efla ungmenna- og íþróttastarf á Austurlandi. UÍA og Alcoa Fjarðaál hafa með samningnum skuldbundið sig til að leggja fjármagn til sjóðsins næstu þrjú árin og verður útlutað úr honum þrisvar á ári. Markmið sjóðsins er að efla æskulýðs- og íþróttastarf á Austurlandi og verður úthlutun úr sjóðnum þrískipt: 50 prósent sjóðsins verða notuð til að styðja íþróttamenn Austanlands sem sækja þurfa keppni út fyrir fjórðunginn eða erlendis til frekari afreka, 25 prósentum verður varið til eflingar mótahalds og uppbyggingu æskulýðs- og íþróttaviðburða á Austurlandi og 25 prósent fara í að styðja útbreiðslu einstakra íþróttagreina eða æskulýðsstarfs, meðal annars með námskeiðahaldi eða með ráðningu reynslumikilla þjálfara eða leiðtoga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×