Erlent

Ekki búist við niðurstöðu á fundi

MYND/AP
Ekki er búist við að nein niðurstaða náist um fjármál Evrópusambandsins á fundi leiðtoga landa sambandsins sem haldinn verður síðar í dag. Aðallega er deilt um 400 milljarða skattaafslátt Breta sem samið var um árið 1984 á þeim forsendum að þeir fengju minna í styrki en önnur lönd. Öll lönd sambandsins, önnur en Bretar, vilja að afslátturinn verði afnuminn hið fyrsta. Bretar segjast hins vegar aðeins munu íhuga afnám afsláttarins ef landbúnaðarstyrkjum Evrópusambandsins verði breytt. Það segja Frakkar hins vegar ekki koma til álita enda hljóta franskir bændur hærri styrki en allir aðrir. Jean Claude Juncker, sem nú gegnir formennsku í ráðherraráðinu, segir allt útlit fyrir að engin niðurstaða fáist á fundinum í dag hvorki varðandi fjármálin né varðandi framtíð stjórnarskrárinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×