Erlent

Átta fórust í jarðskjálfta í Chile

Átta manns fórust í mjög öflugum jarðskjálfta í norðurhluta Chile í gærkvöldi. Skjálftinn mældist 7,9 á Richter og hans varð vart í nágrannalöndunum Bólivíu og Perú. Hann stóð yfir í um það bil mínútu og olli miklum skriðum og jarðhruni. Þannig létust fimm manns þegar stórgrýti féll á bíl þeirra og einn maður varð undir skriðunum. Fjöldi fólks í strandbæjum í námunda við upptök skjálftans neyddist til þess að yfirgefa heimili sín og enn er víða rafmagnslaust í kjölfar hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×