Sport

Kuranyi yfirgefur Stuttgart

Þýski landsliðssóknarmaðurinn Kevin Kuranyi er að yfirgefa Suttgart þar sem hann hefur verið síðan 1997 en hann er á leið til Schalke í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu. Kuranyi kveðst í viðtali í þýska blaðinu Bild am Sonntag í dag hafa skrifað undir 5 ára samning við félagið. Schalke borgar Stuttgart 7 milljónir Evra, sem samsvarar yfir 560 milljónum íslenskra króna eða 5 mlljónir punda á enska mælikvarðann. "Þetta er stærsta salan á leikmanni í sögu Stuttgart. Þeir fá meiri pening fyrir mig en þeir borguðu mér í laun öll árin sem ég var þar. Svo enginn hjá félaginu ætti að vera sár út í mig fyrir að fara." sagði hinn hógværi Kuranyi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×