Aldrei talað um lélegu túrana 7. júní 2005 00:01 Finnur er að landa úthafskarfa úr Arnari í Hafnarfjarðarhöfn. Mestöll áhöfnin er farin frá borði enda eðlilega fegin að komast í land eftir 35 daga túr á Reykjaneshrygg. Finnur stendur vaktina en hlakkar til að komast heim og halda þar uppá sjómannadaginn. Hefur verið í róðrarsveit í 35 ár fyrir það skip sem hann hefur verið á hverju sinni. "Sjómannadagurinn á Skagaströnd er nokkurs konar þjóðhátíð," segir hann brosandi. Finnur kveðst hafa stundað sjó í 38 ár og alltaf frá Skagaströnd. "Ég byrjaði á 20 tonna pung og svo smástækkuðu skipin," segir hann. Aldrei kveðst hann hafa verið í beinum háska á sjó en minnist baráttu við ísingu á opnum bátum uppúr 1970. "Menn voru að sperrast við að fá sem mest og voru stundum of lengi að toga í vondum verðum," segir hann og lýkur lofsorði á Slysavarnaskóla sjómanna sem hann segir hafa skipt sköpum hvað varðar öryggismálin. Skagstrendingur var stofnaður 1968 og þetta er fjórði og stærsti Arnarinn sem Finnur er á, 1.063 brúttótonn. "Ég hef verið á honum frá 1996 er við náðum í hann til Kóreu. Þetta hefur verið gott aflaskip." Kaupið segir hann þó ekki eins gríðarlega gott og margir haldi. "Tölur eftir einn og einn túr eru blásnar upp í fjölmiðlum og svo er aldrei talað um þá lélegu," segir hann. Túrarnir eru langir og Finnur rifjar upp einní Barentshafið í fyrravetur sem tók 53 daga. "Hinsvegar hjálpar það til að við förum yfirleitt bara annan hvern túr. Þegar úthafsveiðarnar voru að byrja þá þekktust ekki frí en þetta hefur verið að lagast síðustu tíu árin," segir hann. Á Arnari HU er 27 manna áhöfn, þar af þrír vélstjórar og þeir hafa nóg að gera. "Ef eitthvað bilar, hvort sem það eru fölsku tennurnar eða aðalvélin þá er kallað í vélstjórana," segir Finnur brosandi. Atvinna Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Finnur er að landa úthafskarfa úr Arnari í Hafnarfjarðarhöfn. Mestöll áhöfnin er farin frá borði enda eðlilega fegin að komast í land eftir 35 daga túr á Reykjaneshrygg. Finnur stendur vaktina en hlakkar til að komast heim og halda þar uppá sjómannadaginn. Hefur verið í róðrarsveit í 35 ár fyrir það skip sem hann hefur verið á hverju sinni. "Sjómannadagurinn á Skagaströnd er nokkurs konar þjóðhátíð," segir hann brosandi. Finnur kveðst hafa stundað sjó í 38 ár og alltaf frá Skagaströnd. "Ég byrjaði á 20 tonna pung og svo smástækkuðu skipin," segir hann. Aldrei kveðst hann hafa verið í beinum háska á sjó en minnist baráttu við ísingu á opnum bátum uppúr 1970. "Menn voru að sperrast við að fá sem mest og voru stundum of lengi að toga í vondum verðum," segir hann og lýkur lofsorði á Slysavarnaskóla sjómanna sem hann segir hafa skipt sköpum hvað varðar öryggismálin. Skagstrendingur var stofnaður 1968 og þetta er fjórði og stærsti Arnarinn sem Finnur er á, 1.063 brúttótonn. "Ég hef verið á honum frá 1996 er við náðum í hann til Kóreu. Þetta hefur verið gott aflaskip." Kaupið segir hann þó ekki eins gríðarlega gott og margir haldi. "Tölur eftir einn og einn túr eru blásnar upp í fjölmiðlum og svo er aldrei talað um þá lélegu," segir hann. Túrarnir eru langir og Finnur rifjar upp einní Barentshafið í fyrravetur sem tók 53 daga. "Hinsvegar hjálpar það til að við förum yfirleitt bara annan hvern túr. Þegar úthafsveiðarnar voru að byrja þá þekktust ekki frí en þetta hefur verið að lagast síðustu tíu árin," segir hann. Á Arnari HU er 27 manna áhöfn, þar af þrír vélstjórar og þeir hafa nóg að gera. "Ef eitthvað bilar, hvort sem það eru fölsku tennurnar eða aðalvélin þá er kallað í vélstjórana," segir Finnur brosandi.
Atvinna Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira