Innlent

Viðey að skolast burt

"Þarna hefur verið um gríðarlegt landrof að ræða síðustu árin og engu öðru um að kenna en þeim dýpkunarframkvæmdum sem gerðar hafa verið í Sundahöfn," segir Örnólfur Halfdánarson, fyrrverandi bókaútgefandi og áhugamaður um Viðey. Merkjanlegt er talsvert landrof á syðsta hluta Viðeyjar, við Kríusand og Þórsnes, og segir Örnólfur sem sótt hefur eyna heim árlega um margra ára skeið að dýpkunarframkvæmdum við Sundahöfn sé um að kenna. "Sem dæmi eru göngustígar sem lagðir voru um eyna á köflum horfnir vegna ágangs sjávar en þetta á sér eingöngu stað gengt Sundahöfninni og ekki hægt að finna landrof að ráði annars staðar. Heilbrigð skynsemi segir mér að þetta sé afleiðing síendurtekinna framkvæmda við dýpkun Sundahafnar." Jón Þorvaldsson, forstöðumaður tæknideildar Faxaflóahafna, segir þetta af og frá. "Um þetta hafa vaknað spurningar þegar framkvæmdir hafa áður legið fyrir og við höfum kannað þetta í samstarfi við Siglingastofnun og það er ekkert sem bendir til að tengsl séu þarna á milli."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×