Einstakt í sögu keppninnar 26. maí 2005 00:01 Afrek Liverpool, að lenda 3-0 undir gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en jafna leikinn 3-3 og vinna svo í vítaspyrnukeppni, er einstakt í sögu sterkustu deildar heims og í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu keppninnar. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var mögnuð skemmtun. Paolo Maldini kom Milan yfir á fyrstu mínútu og Hernan Crespo bætti við tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. En á sex mínútuna kafla jafnaði Liverpool metin með mörkum frá Steven Gerrard, Vladimir Smicer og Xabi Alonso. Jerzy Dudek var svo hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þegar hann varði tvær vítaspyrnur. Þetta var fimmti Evrópumeistaratitill félagsins. Framtíð Gerrards, fyrirliða Liverpool, hefur verið í nokkurri óvissu að undanförnu en í leikslok, þegar hann hafði hampað Evrópumeistaratitlinum sem næstyngsti fyrirliðinn í sögu keppninnar, sagði hann í viðtali: „Hvernig get ég farið eftir kvöld sem þetta?“ Gerrard var valinn maður leiksins. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, fetaði í fótspor Jose Mourinho, stjóra Chelsea, með því að vinna Meistaradeildina ári eftir að hafa unnið Evrópukeppni félagsliða en þeir eru einu stjórarnir sem hafa afrekað það. Bentiez náði strax á sínu fyrsta ári að skrá nafn sitt gylltu letri í sögu Liverpool með því að verða Evrópumeistari líkt og Bob Paisley og Joe Fagan, fyrrum stjórar félagsins. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og eigandi AC Milan, sagði að Milan hefði verið miklu sterkara liðið. „En fótbolti er eins og pólitík: Þú heldur að sigurinn sé í höfn en svo kemur í ljós að svo var ekki,“ sagði Berlusconi. Ítölsk dagblöð segja leikinn martröð líkastan og eitt blaðið segir að rithöfundurinn Agatha Christie hefði ekki einu sinni getað samið svona reyfara. Spænskir fjölmiðlar gera mikið úr afreki Liverpool og Benitez og kalla hann kónginn á Merseyside. Þá fær Xabi Alonso mikið hrós fyrir frammistöðuna. Meira að segja þýska blaðið Bild sagði þetta magnaðasta úrslitaleikinn í 50 ára sögu Meistaradeildarinnar, sem áður hét Evrópukeppni meistaraliða, og hrósar Dietmar Hamann í hástert. Enskir fjölmiðlar eru hástemmdir í lýsingum sínum á afreki Liverpool og The Guardian segir að það hafi þurft ímyndunarafl H.G. Wells til þess að láta sig dreyma um leik eins og þennan. „Kraftaverkið í Istanbul“ sagði Times og „Hinir ótrúlegu“ sagði The Sun á forsíðu. Búist er við gríðarlegum fagnaðarlátum í Liverpool í dag þegar hetjurnar koma heim. Myndir frá heimkomunni verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Afrek Liverpool, að lenda 3-0 undir gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en jafna leikinn 3-3 og vinna svo í vítaspyrnukeppni, er einstakt í sögu sterkustu deildar heims og í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu keppninnar. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var mögnuð skemmtun. Paolo Maldini kom Milan yfir á fyrstu mínútu og Hernan Crespo bætti við tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks. En á sex mínútuna kafla jafnaði Liverpool metin með mörkum frá Steven Gerrard, Vladimir Smicer og Xabi Alonso. Jerzy Dudek var svo hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þegar hann varði tvær vítaspyrnur. Þetta var fimmti Evrópumeistaratitill félagsins. Framtíð Gerrards, fyrirliða Liverpool, hefur verið í nokkurri óvissu að undanförnu en í leikslok, þegar hann hafði hampað Evrópumeistaratitlinum sem næstyngsti fyrirliðinn í sögu keppninnar, sagði hann í viðtali: „Hvernig get ég farið eftir kvöld sem þetta?“ Gerrard var valinn maður leiksins. Rafael Benitez, stjóri Liverpool, fetaði í fótspor Jose Mourinho, stjóra Chelsea, með því að vinna Meistaradeildina ári eftir að hafa unnið Evrópukeppni félagsliða en þeir eru einu stjórarnir sem hafa afrekað það. Bentiez náði strax á sínu fyrsta ári að skrá nafn sitt gylltu letri í sögu Liverpool með því að verða Evrópumeistari líkt og Bob Paisley og Joe Fagan, fyrrum stjórar félagsins. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og eigandi AC Milan, sagði að Milan hefði verið miklu sterkara liðið. „En fótbolti er eins og pólitík: Þú heldur að sigurinn sé í höfn en svo kemur í ljós að svo var ekki,“ sagði Berlusconi. Ítölsk dagblöð segja leikinn martröð líkastan og eitt blaðið segir að rithöfundurinn Agatha Christie hefði ekki einu sinni getað samið svona reyfara. Spænskir fjölmiðlar gera mikið úr afreki Liverpool og Benitez og kalla hann kónginn á Merseyside. Þá fær Xabi Alonso mikið hrós fyrir frammistöðuna. Meira að segja þýska blaðið Bild sagði þetta magnaðasta úrslitaleikinn í 50 ára sögu Meistaradeildarinnar, sem áður hét Evrópukeppni meistaraliða, og hrósar Dietmar Hamann í hástert. Enskir fjölmiðlar eru hástemmdir í lýsingum sínum á afreki Liverpool og The Guardian segir að það hafi þurft ímyndunarafl H.G. Wells til þess að láta sig dreyma um leik eins og þennan. „Kraftaverkið í Istanbul“ sagði Times og „Hinir ótrúlegu“ sagði The Sun á forsíðu. Búist er við gríðarlegum fagnaðarlátum í Liverpool í dag þegar hetjurnar koma heim. Myndir frá heimkomunni verða sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira