Eins og í Liverpool-sögu 25. maí 2005 00:01 Liverpool varð Evrópumeistari í gær þegar þeir sigruðu AC Milan í dramatískum úrslitaleik í Istanbúl. Liverpool var 3-0 undir í leikhléi en snéri töpuðu tafli sér í hag á ótrúlegan hátt. Það er óhætt að segja að úrslitaleikur Liverpool og AC Milan í Meistaradeild Evrópu hafi farið fram úr björtustu vonum allra knattspyrnuáhugamanna. Fyrir fram var búist við leiðnlegum leik tveggja varnarsinnaðra liða en sú átti aldeilis ekki eftir að verða raunin. Þess í stað var boðið upp á einhverja mestu flugeldasýningu sem sést hefur lengi og mörkin í úrslitaleik keppninnar hafa ekki verið svona mörg í 43 ár. Milan fékk sannkallaða draumabyrjun í leiknum því hinn 36 ára gamli fyrirliði þeirra, Paolo Maldini, kom þeim yfir eftir aðeins 53 sekúndur. Leikmenn Liverpool voru eins og rotaðir eftir mark Maldinis enda kom það eins og blaut tuska í andlit þeirra. Milan átti fyrri hálfleikinn og hélt áfram að þjarma að Liverpool. Sú pressa bar árangur á 39. mínútu þegar Argentínumaðurinn Hernan Crespo, sem er lánsmaður frá Chelsea, skoraði annað mark ítalska liðsins. Crespo lét ekki þar við sitja heldur skoraði hann annað mark fjórum mínútum síðar. Staðan 3-0 og enginn sem átti von á því að Liverpool myndi gera nokkurn skapaðan hlut í síðari hálfleik. Það breyttist allt á 54. mínútu þegar Steven Gerrard minnkaði muninn fyrir Liverpool. Þá fengu leikmenn liðsins allt í einu trú á því sem þeir voru að gera og upphófst mikil sóknarlota drengjanna frá Bítlaborginni. Hún bar árangur strax tveim mínútum síðar þegar Tékkinn Vladimir Smicer skoraði með góðu skoti. Endurkoma Rauða Hersins var síðan fullkomnuð á 60. mínútu þegar Steven Gerrard fiskaði vítaspyrnu. Hana tók Xabi Alonso, Dida varði en Alonso náði frákastinu og jafnaði leikinn fyrir Liverpool. Hreint ótrúleg endurkoma og áhorffendur trúðu vart sínum eigin augum. Bæði lið áttu ágætis færi það sem eftir lifði leiks en tókst samt ekki að skora. Varð því að grípa til framlengingar. Bæði lið fóru varlega af stað í framlengingunni og leyndi sér ekki að nokkur þreyta var kominn í liðsmenn beggja liða. Eftir fyrri hálfleik framlengingarinnar var enn jafnt og taugar allra voru þandar til hins ítrasta þegar seinni hálfleikur framlengingarinnar byrjaði. Síðari hluti framlengingarinnar var tiltölulega rólegur en Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko fékk tvöfalt dauðafæri rétt undir lokin en Dudek varði í bæði skiptin á hreint ótrúlegan hátt. Því varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Þar reyndist Dudek aftur hetja Liverpool því hann varði tvær spyrnur frá leikmönnum Milan. Fyrst frá Andrea Pirlo og svo gegn Andriy Shevchenko sem skaut kæruleysislega úr fjórðu spyrnu Milan í mitt mark Liverpool. Leikmenn Liverpool, að John Arne Riise undanskildum, voru aftur á móti öryggið uppmálað. Liverpool fagnaði hreint ógurlega í leikslok enda áttu fáir von á því að þeir myndi sigra í þessari keppni. Sú trú var heldur ekki sterk þegar aðeins 45 mínútur voru eftir af leiknum í gær en kraftaverkin gerast enn og Liverpool er komið aftur á kortið. Það er ekkert sem breytir því. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Liverpool varð Evrópumeistari í gær þegar þeir sigruðu AC Milan í dramatískum úrslitaleik í Istanbúl. Liverpool var 3-0 undir í leikhléi en snéri töpuðu tafli sér í hag á ótrúlegan hátt. Það er óhætt að segja að úrslitaleikur Liverpool og AC Milan í Meistaradeild Evrópu hafi farið fram úr björtustu vonum allra knattspyrnuáhugamanna. Fyrir fram var búist við leiðnlegum leik tveggja varnarsinnaðra liða en sú átti aldeilis ekki eftir að verða raunin. Þess í stað var boðið upp á einhverja mestu flugeldasýningu sem sést hefur lengi og mörkin í úrslitaleik keppninnar hafa ekki verið svona mörg í 43 ár. Milan fékk sannkallaða draumabyrjun í leiknum því hinn 36 ára gamli fyrirliði þeirra, Paolo Maldini, kom þeim yfir eftir aðeins 53 sekúndur. Leikmenn Liverpool voru eins og rotaðir eftir mark Maldinis enda kom það eins og blaut tuska í andlit þeirra. Milan átti fyrri hálfleikinn og hélt áfram að þjarma að Liverpool. Sú pressa bar árangur á 39. mínútu þegar Argentínumaðurinn Hernan Crespo, sem er lánsmaður frá Chelsea, skoraði annað mark ítalska liðsins. Crespo lét ekki þar við sitja heldur skoraði hann annað mark fjórum mínútum síðar. Staðan 3-0 og enginn sem átti von á því að Liverpool myndi gera nokkurn skapaðan hlut í síðari hálfleik. Það breyttist allt á 54. mínútu þegar Steven Gerrard minnkaði muninn fyrir Liverpool. Þá fengu leikmenn liðsins allt í einu trú á því sem þeir voru að gera og upphófst mikil sóknarlota drengjanna frá Bítlaborginni. Hún bar árangur strax tveim mínútum síðar þegar Tékkinn Vladimir Smicer skoraði með góðu skoti. Endurkoma Rauða Hersins var síðan fullkomnuð á 60. mínútu þegar Steven Gerrard fiskaði vítaspyrnu. Hana tók Xabi Alonso, Dida varði en Alonso náði frákastinu og jafnaði leikinn fyrir Liverpool. Hreint ótrúleg endurkoma og áhorffendur trúðu vart sínum eigin augum. Bæði lið áttu ágætis færi það sem eftir lifði leiks en tókst samt ekki að skora. Varð því að grípa til framlengingar. Bæði lið fóru varlega af stað í framlengingunni og leyndi sér ekki að nokkur þreyta var kominn í liðsmenn beggja liða. Eftir fyrri hálfleik framlengingarinnar var enn jafnt og taugar allra voru þandar til hins ítrasta þegar seinni hálfleikur framlengingarinnar byrjaði. Síðari hluti framlengingarinnar var tiltölulega rólegur en Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko fékk tvöfalt dauðafæri rétt undir lokin en Dudek varði í bæði skiptin á hreint ótrúlegan hátt. Því varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Þar reyndist Dudek aftur hetja Liverpool því hann varði tvær spyrnur frá leikmönnum Milan. Fyrst frá Andrea Pirlo og svo gegn Andriy Shevchenko sem skaut kæruleysislega úr fjórðu spyrnu Milan í mitt mark Liverpool. Leikmenn Liverpool, að John Arne Riise undanskildum, voru aftur á móti öryggið uppmálað. Liverpool fagnaði hreint ógurlega í leikslok enda áttu fáir von á því að þeir myndi sigra í þessari keppni. Sú trú var heldur ekki sterk þegar aðeins 45 mínútur voru eftir af leiknum í gær en kraftaverkin gerast enn og Liverpool er komið aftur á kortið. Það er ekkert sem breytir því.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira