Eins og í Liverpool-sögu 25. maí 2005 00:01 Liverpool varð Evrópumeistari í gær þegar þeir sigruðu AC Milan í dramatískum úrslitaleik í Istanbúl. Liverpool var 3-0 undir í leikhléi en snéri töpuðu tafli sér í hag á ótrúlegan hátt. Það er óhætt að segja að úrslitaleikur Liverpool og AC Milan í Meistaradeild Evrópu hafi farið fram úr björtustu vonum allra knattspyrnuáhugamanna. Fyrir fram var búist við leiðnlegum leik tveggja varnarsinnaðra liða en sú átti aldeilis ekki eftir að verða raunin. Þess í stað var boðið upp á einhverja mestu flugeldasýningu sem sést hefur lengi og mörkin í úrslitaleik keppninnar hafa ekki verið svona mörg í 43 ár. Milan fékk sannkallaða draumabyrjun í leiknum því hinn 36 ára gamli fyrirliði þeirra, Paolo Maldini, kom þeim yfir eftir aðeins 53 sekúndur. Leikmenn Liverpool voru eins og rotaðir eftir mark Maldinis enda kom það eins og blaut tuska í andlit þeirra. Milan átti fyrri hálfleikinn og hélt áfram að þjarma að Liverpool. Sú pressa bar árangur á 39. mínútu þegar Argentínumaðurinn Hernan Crespo, sem er lánsmaður frá Chelsea, skoraði annað mark ítalska liðsins. Crespo lét ekki þar við sitja heldur skoraði hann annað mark fjórum mínútum síðar. Staðan 3-0 og enginn sem átti von á því að Liverpool myndi gera nokkurn skapaðan hlut í síðari hálfleik. Það breyttist allt á 54. mínútu þegar Steven Gerrard minnkaði muninn fyrir Liverpool. Þá fengu leikmenn liðsins allt í einu trú á því sem þeir voru að gera og upphófst mikil sóknarlota drengjanna frá Bítlaborginni. Hún bar árangur strax tveim mínútum síðar þegar Tékkinn Vladimir Smicer skoraði með góðu skoti. Endurkoma Rauða Hersins var síðan fullkomnuð á 60. mínútu þegar Steven Gerrard fiskaði vítaspyrnu. Hana tók Xabi Alonso, Dida varði en Alonso náði frákastinu og jafnaði leikinn fyrir Liverpool. Hreint ótrúleg endurkoma og áhorffendur trúðu vart sínum eigin augum. Bæði lið áttu ágætis færi það sem eftir lifði leiks en tókst samt ekki að skora. Varð því að grípa til framlengingar. Bæði lið fóru varlega af stað í framlengingunni og leyndi sér ekki að nokkur þreyta var kominn í liðsmenn beggja liða. Eftir fyrri hálfleik framlengingarinnar var enn jafnt og taugar allra voru þandar til hins ítrasta þegar seinni hálfleikur framlengingarinnar byrjaði. Síðari hluti framlengingarinnar var tiltölulega rólegur en Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko fékk tvöfalt dauðafæri rétt undir lokin en Dudek varði í bæði skiptin á hreint ótrúlegan hátt. Því varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Þar reyndist Dudek aftur hetja Liverpool því hann varði tvær spyrnur frá leikmönnum Milan. Fyrst frá Andrea Pirlo og svo gegn Andriy Shevchenko sem skaut kæruleysislega úr fjórðu spyrnu Milan í mitt mark Liverpool. Leikmenn Liverpool, að John Arne Riise undanskildum, voru aftur á móti öryggið uppmálað. Liverpool fagnaði hreint ógurlega í leikslok enda áttu fáir von á því að þeir myndi sigra í þessari keppni. Sú trú var heldur ekki sterk þegar aðeins 45 mínútur voru eftir af leiknum í gær en kraftaverkin gerast enn og Liverpool er komið aftur á kortið. Það er ekkert sem breytir því. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira
Liverpool varð Evrópumeistari í gær þegar þeir sigruðu AC Milan í dramatískum úrslitaleik í Istanbúl. Liverpool var 3-0 undir í leikhléi en snéri töpuðu tafli sér í hag á ótrúlegan hátt. Það er óhætt að segja að úrslitaleikur Liverpool og AC Milan í Meistaradeild Evrópu hafi farið fram úr björtustu vonum allra knattspyrnuáhugamanna. Fyrir fram var búist við leiðnlegum leik tveggja varnarsinnaðra liða en sú átti aldeilis ekki eftir að verða raunin. Þess í stað var boðið upp á einhverja mestu flugeldasýningu sem sést hefur lengi og mörkin í úrslitaleik keppninnar hafa ekki verið svona mörg í 43 ár. Milan fékk sannkallaða draumabyrjun í leiknum því hinn 36 ára gamli fyrirliði þeirra, Paolo Maldini, kom þeim yfir eftir aðeins 53 sekúndur. Leikmenn Liverpool voru eins og rotaðir eftir mark Maldinis enda kom það eins og blaut tuska í andlit þeirra. Milan átti fyrri hálfleikinn og hélt áfram að þjarma að Liverpool. Sú pressa bar árangur á 39. mínútu þegar Argentínumaðurinn Hernan Crespo, sem er lánsmaður frá Chelsea, skoraði annað mark ítalska liðsins. Crespo lét ekki þar við sitja heldur skoraði hann annað mark fjórum mínútum síðar. Staðan 3-0 og enginn sem átti von á því að Liverpool myndi gera nokkurn skapaðan hlut í síðari hálfleik. Það breyttist allt á 54. mínútu þegar Steven Gerrard minnkaði muninn fyrir Liverpool. Þá fengu leikmenn liðsins allt í einu trú á því sem þeir voru að gera og upphófst mikil sóknarlota drengjanna frá Bítlaborginni. Hún bar árangur strax tveim mínútum síðar þegar Tékkinn Vladimir Smicer skoraði með góðu skoti. Endurkoma Rauða Hersins var síðan fullkomnuð á 60. mínútu þegar Steven Gerrard fiskaði vítaspyrnu. Hana tók Xabi Alonso, Dida varði en Alonso náði frákastinu og jafnaði leikinn fyrir Liverpool. Hreint ótrúleg endurkoma og áhorffendur trúðu vart sínum eigin augum. Bæði lið áttu ágætis færi það sem eftir lifði leiks en tókst samt ekki að skora. Varð því að grípa til framlengingar. Bæði lið fóru varlega af stað í framlengingunni og leyndi sér ekki að nokkur þreyta var kominn í liðsmenn beggja liða. Eftir fyrri hálfleik framlengingarinnar var enn jafnt og taugar allra voru þandar til hins ítrasta þegar seinni hálfleikur framlengingarinnar byrjaði. Síðari hluti framlengingarinnar var tiltölulega rólegur en Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko fékk tvöfalt dauðafæri rétt undir lokin en Dudek varði í bæði skiptin á hreint ótrúlegan hátt. Því varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Þar reyndist Dudek aftur hetja Liverpool því hann varði tvær spyrnur frá leikmönnum Milan. Fyrst frá Andrea Pirlo og svo gegn Andriy Shevchenko sem skaut kæruleysislega úr fjórðu spyrnu Milan í mitt mark Liverpool. Leikmenn Liverpool, að John Arne Riise undanskildum, voru aftur á móti öryggið uppmálað. Liverpool fagnaði hreint ógurlega í leikslok enda áttu fáir von á því að þeir myndi sigra í þessari keppni. Sú trú var heldur ekki sterk þegar aðeins 45 mínútur voru eftir af leiknum í gær en kraftaverkin gerast enn og Liverpool er komið aftur á kortið. Það er ekkert sem breytir því.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Sjá meira