Tónlist og teygjur fara vel saman 24. maí 2005 00:01 Margir sjá fyrir sér að það að spila á hljóðfæri sé ekkert sérstaklega erfið vinna líkamlega en þær Herdís Anna Jónsdóttir og Rósa Guðmundsdóttir, hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands, vilja aldeilis ekki meina það. "Atvinnuhljóðfæraleikari þarf að vera í sama formi og ólympíufari. Það sagði sjúkraþjálfarinn okkar að minnsta kosti," segir Herdís ákveðin. "Við þurfum að þekkja hverja taug og hvert vöðvaknippi til að geta sinnt okkar starfi sem skyldi og geta haldið hljóðfærinu tímunum saman í sömu stellingu." Og því er það að í kaffitímanum á virkum morgnum klukkan ellefu breytist stóri salurinn í Háskólabíó í smástund úr hljómsveitaræfingasvæði í jógastöð, með teygjum og öndunaræfingum undir stjórn þeirra Rósu og Herdísar. "Hugsaðu þér ef áttatíu blaðamenn og aðrir sem vinna við tölvu þyrftu að vélrita nákvæmlega í takt, á sama hraða og vera búin á nákvæmlega sama tíma, og fylgjast með stjórnanda allan tímann að auki. Hljóðfæraleikari í hljómsveit getur ekki stoppað og velt fyrir sér hvernig er best að gera eitthvað, eða ákveðið að standa aðeins á fætur og teygja úr sér eða fara á klósettið. Þetta veldur heilmikilli streitu og spennu hjá hljóðfæraleikurum." Þær stöllur efast ekki um að teygjurnar hafi bætt hljóminn í hljómsveitinni. "Því betur sem þú nærð að slaka, því betur nær hljóðfærið þitt að hljóma," segir Rósa. "Svo er þetta líka gott fyrir starfsandann í hljómsveitinni." Þær segja gestastjórnendur mjög hrifna af teygjuframtakinu. "Ashkenazy fannst þetta alveg frábært og teygði með af mikilli einbeitingu. Við höfum ekki hitt neinn stjórnanda sem hefur kynnst hópteygjum annars staðar, svo þetta virðist vera einstakt framtak hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands," segir Herdís. "Við ættum að fara í teygjutrúboð." En hverjir skyldu vera duglegastir að teygja? "Fólk er misduglegt en það fer ekkert eftir hljóðfærunum. Ef það er ekki teygt, sem stundum vill vera, þá taka blásararnir það hins vegar helst nærri sér og koma og skamma okkur." Kaffihléinu er lokið og nýteygðir hljóðfæraleikarar taka til starfa að nýju. Blaðamaður laumast til að gera teygjur frammi á gangi við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Margir sjá fyrir sér að það að spila á hljóðfæri sé ekkert sérstaklega erfið vinna líkamlega en þær Herdís Anna Jónsdóttir og Rósa Guðmundsdóttir, hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands, vilja aldeilis ekki meina það. "Atvinnuhljóðfæraleikari þarf að vera í sama formi og ólympíufari. Það sagði sjúkraþjálfarinn okkar að minnsta kosti," segir Herdís ákveðin. "Við þurfum að þekkja hverja taug og hvert vöðvaknippi til að geta sinnt okkar starfi sem skyldi og geta haldið hljóðfærinu tímunum saman í sömu stellingu." Og því er það að í kaffitímanum á virkum morgnum klukkan ellefu breytist stóri salurinn í Háskólabíó í smástund úr hljómsveitaræfingasvæði í jógastöð, með teygjum og öndunaræfingum undir stjórn þeirra Rósu og Herdísar. "Hugsaðu þér ef áttatíu blaðamenn og aðrir sem vinna við tölvu þyrftu að vélrita nákvæmlega í takt, á sama hraða og vera búin á nákvæmlega sama tíma, og fylgjast með stjórnanda allan tímann að auki. Hljóðfæraleikari í hljómsveit getur ekki stoppað og velt fyrir sér hvernig er best að gera eitthvað, eða ákveðið að standa aðeins á fætur og teygja úr sér eða fara á klósettið. Þetta veldur heilmikilli streitu og spennu hjá hljóðfæraleikurum." Þær stöllur efast ekki um að teygjurnar hafi bætt hljóminn í hljómsveitinni. "Því betur sem þú nærð að slaka, því betur nær hljóðfærið þitt að hljóma," segir Rósa. "Svo er þetta líka gott fyrir starfsandann í hljómsveitinni." Þær segja gestastjórnendur mjög hrifna af teygjuframtakinu. "Ashkenazy fannst þetta alveg frábært og teygði með af mikilli einbeitingu. Við höfum ekki hitt neinn stjórnanda sem hefur kynnst hópteygjum annars staðar, svo þetta virðist vera einstakt framtak hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands," segir Herdís. "Við ættum að fara í teygjutrúboð." En hverjir skyldu vera duglegastir að teygja? "Fólk er misduglegt en það fer ekkert eftir hljóðfærunum. Ef það er ekki teygt, sem stundum vill vera, þá taka blásararnir það hins vegar helst nærri sér og koma og skamma okkur." Kaffihléinu er lokið og nýteygðir hljóðfæraleikarar taka til starfa að nýju. Blaðamaður laumast til að gera teygjur frammi á gangi við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira