Sport

Segir Spánverja styðja Liverpool

Luis Garcia, leikmaður Liverpool, segir að spænska þjóðin fylki sér á bak við Liverpool gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á miðvikudag en leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn frá Ataturk-vellinum í Istanbúl. Sex leikmenn Liverpool hafa leikið í spænska boltanum og Rafael Benitez þjálfaði áður Valencia. Gríðarleg spenna er fyrir úrslitaleikinn enda mætast margfaldir Evrópumeistarar, AC Milan með sex Evrópumeistaratitla og Liverpool fjóra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×