Klífur Esjuna þrisvar í viku 18. maí 2005 00:01 "Ég held mér í formi með því að skokka reglulega. Reyni að gera það svona annan hvern dag og hlaupa upp undir 20 kílómetra á viku," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, aðspurður. Hann býr uppi í Grafarvogi og segir þar mjög góðar hlaupabrautir langt frá umferðaræðum. Þær tengjast gönguleiðum sem liggja meðfram sjónum upp í Mosfellsbæ og þaðan upp í Mosfellsdalinn. Þangað hleypur hann oft. Svo gengur hann reglulega á fjöll og nær því stundum að fara þrisvar á einni viku á Esjuna þegar hann er að búa sig undir lengri bakpokaferðir. Hann er yfirleitt einn á skokkinu og í skemmri fjallgöngum. "Mér finnst þvingandi að hlaupa í hópi en í lengri göngurnar fer ég undantekningarlaust í félagsskap annarra," lýsir hann. Guðmundur kveðst reyna að hafa fjölbreytni í sinni hreyfingu. "Ég tek sundrispur og syndi þá um einn kílómetra í senn í stað þess að hlaupa. Stundum tek ég fram fjallahjólið og ef snjór er fer ég gjarnan á gönguskíði í staðinn fyrir skokkið eða sundið. Ég reyni að hreyfa mig hressilega annan hvern dag. Það er svona grunntónninn í þessu," segir Guðmundur, sem kveðst hafa haldið þessum lífsstíl frá því hann varð fertugur. "Í fyrstu stundaði ég æfingar í líkamsræktarstöð í tíu ár en breytti síðan til og fór að hreyfa sig meira úti. Nú finnst mér það lífsspursmál. Ég vinn þannig vinnu að ég verð ekki líkamlega þreyttur heldur andlega og það er ekki til neitt betra við þunglyndi og annarri andlegri vanlíðan en að fara út og taka verulega á. Koma pumpunni í gang, blása almennilega og svitna í gegn," segir hann sannfærandi og bætir við: "Þegar maður kemur heim örþreyttur líkamlega er öll andlega þreytan horfin." Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég held mér í formi með því að skokka reglulega. Reyni að gera það svona annan hvern dag og hlaupa upp undir 20 kílómetra á viku," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, aðspurður. Hann býr uppi í Grafarvogi og segir þar mjög góðar hlaupabrautir langt frá umferðaræðum. Þær tengjast gönguleiðum sem liggja meðfram sjónum upp í Mosfellsbæ og þaðan upp í Mosfellsdalinn. Þangað hleypur hann oft. Svo gengur hann reglulega á fjöll og nær því stundum að fara þrisvar á einni viku á Esjuna þegar hann er að búa sig undir lengri bakpokaferðir. Hann er yfirleitt einn á skokkinu og í skemmri fjallgöngum. "Mér finnst þvingandi að hlaupa í hópi en í lengri göngurnar fer ég undantekningarlaust í félagsskap annarra," lýsir hann. Guðmundur kveðst reyna að hafa fjölbreytni í sinni hreyfingu. "Ég tek sundrispur og syndi þá um einn kílómetra í senn í stað þess að hlaupa. Stundum tek ég fram fjallahjólið og ef snjór er fer ég gjarnan á gönguskíði í staðinn fyrir skokkið eða sundið. Ég reyni að hreyfa mig hressilega annan hvern dag. Það er svona grunntónninn í þessu," segir Guðmundur, sem kveðst hafa haldið þessum lífsstíl frá því hann varð fertugur. "Í fyrstu stundaði ég æfingar í líkamsræktarstöð í tíu ár en breytti síðan til og fór að hreyfa sig meira úti. Nú finnst mér það lífsspursmál. Ég vinn þannig vinnu að ég verð ekki líkamlega þreyttur heldur andlega og það er ekki til neitt betra við þunglyndi og annarri andlegri vanlíðan en að fara út og taka verulega á. Koma pumpunni í gang, blása almennilega og svitna í gegn," segir hann sannfærandi og bætir við: "Þegar maður kemur heim örþreyttur líkamlega er öll andlega þreytan horfin."
Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira