Eurovision 2005 - Dagur 7 - Víkingapartý Pjetur Sigurðsson skrifar 18. maí 2005 00:01 Norðurlandaþjóðirnar og sú írska héldu svokallað víkingapartý fyrir valda blaðamenn og verð ég að segja að það tókst nokkuð vel. Þar var boðið uppá hefðbundnar veitingar auk þess sem flytjendur allra þessara landa tóku lagið í það minnsta tvívegis. Selma og Regína, auk bakkradda, tóku að sjálfsögðu "All out of luck" við dynjandi lófaklapp og að því loknu sungu þær íslenska Eurovisionlagið "If I had your love" með spænsku ívafi. Þær gerðu þetta einstaklega vel eins og reyndar það sem þær hafa komið nálægt hér. Það var gaman að heyra að norski forsöngvarinn er afskaplega ánægður með hana Selmu okkar og lagið hennar og hann sagði mér að hann óskaði þess svo sannarlega að hún fylgdi honum í úrslitakeppnina, en það væri þó erfitt að segja. Í lokin tóku allir flytjendur norðurlandanna La det swinge sem norska sveitin Bobbysocks gerðu frægt hér um árið, en þetta var gert í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna sem ku vera þann 17. maí. Spennan er að magnast hér í borg og maður finnur aðeins fyrir því hjá íslenska hópnum. Mannskapurinn er eðli samkvæmt að velta fyrir sér möguleikunum á að komast áfram og ég held að menn undirbúi sig vel og geri ávalt ráð fyrir þeim möguleika á að við komumst ekki áfram. Hópurinn er þó fullur sjálfstraust. En við sjáum til, það getur allt gerst. Ég ætla ekki að tala mikið um Angelicu, en minna á að folk má alls ekki kjósa hana. Munið það, en þó ætla ég að minnast á eitt. Ég hafði reyndar tekið eftir því að í innlendum sjónvarpstöðvum hef ég aðeins rekist á eitt Eurovisionlag spilað og hvaða lag skyldi það vera. Jú, lagið hennar Angelicu. Ætli að það geti verið að einhverjir peningar hafi skipt um eigendur og að starfsmenn einhverra sjónvarpsstöðva hér í borg brosi hringinn um þessar mundir. Þetta er óþolandi. Af lífinu í bænum er það að frétta að ég verð varkárari með hverjum deginum og maður er alltaf að heyra um atvik af þjófnuðum, jafnvel í dagsbirtu. Farsímar eru vinsælir auk annarra hluta. Ég verð að játa að það er gaman að taka þátt í þessu, þegar maður hefur sett á sig Eurovisiongrímuna og einsett sér að taka þessu eins og þetta er, en ég held að það verði rosalega gaman að komast héðan. Ég var að rölta í bænum í morgun. Ég hef sagt ykkur frá því að það eru mörg störfin unninn hér í borg, svo sem lifandi símaklefar og ýmislegt fleira, en í morgun rakst ég á nýja atvinnugrein, sem er yfirleitt stunduð af eldri konum. Þær standa á gangstéttum, sem reyndar eru oftast notaðar sem bílastæði og eru með svona týpískar baðvigtar. Þarna bjóða þær gangandi vegfarendum að vigta sig, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Þetta er afskaplega hentugt ef maður er á gangi og vill fá að vita hvað maður er þungur. Já best að láta vigta sig. Með kveðju Eurovision Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
Norðurlandaþjóðirnar og sú írska héldu svokallað víkingapartý fyrir valda blaðamenn og verð ég að segja að það tókst nokkuð vel. Þar var boðið uppá hefðbundnar veitingar auk þess sem flytjendur allra þessara landa tóku lagið í það minnsta tvívegis. Selma og Regína, auk bakkradda, tóku að sjálfsögðu "All out of luck" við dynjandi lófaklapp og að því loknu sungu þær íslenska Eurovisionlagið "If I had your love" með spænsku ívafi. Þær gerðu þetta einstaklega vel eins og reyndar það sem þær hafa komið nálægt hér. Það var gaman að heyra að norski forsöngvarinn er afskaplega ánægður með hana Selmu okkar og lagið hennar og hann sagði mér að hann óskaði þess svo sannarlega að hún fylgdi honum í úrslitakeppnina, en það væri þó erfitt að segja. Í lokin tóku allir flytjendur norðurlandanna La det swinge sem norska sveitin Bobbysocks gerðu frægt hér um árið, en þetta var gert í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna sem ku vera þann 17. maí. Spennan er að magnast hér í borg og maður finnur aðeins fyrir því hjá íslenska hópnum. Mannskapurinn er eðli samkvæmt að velta fyrir sér möguleikunum á að komast áfram og ég held að menn undirbúi sig vel og geri ávalt ráð fyrir þeim möguleika á að við komumst ekki áfram. Hópurinn er þó fullur sjálfstraust. En við sjáum til, það getur allt gerst. Ég ætla ekki að tala mikið um Angelicu, en minna á að folk má alls ekki kjósa hana. Munið það, en þó ætla ég að minnast á eitt. Ég hafði reyndar tekið eftir því að í innlendum sjónvarpstöðvum hef ég aðeins rekist á eitt Eurovisionlag spilað og hvaða lag skyldi það vera. Jú, lagið hennar Angelicu. Ætli að það geti verið að einhverjir peningar hafi skipt um eigendur og að starfsmenn einhverra sjónvarpsstöðva hér í borg brosi hringinn um þessar mundir. Þetta er óþolandi. Af lífinu í bænum er það að frétta að ég verð varkárari með hverjum deginum og maður er alltaf að heyra um atvik af þjófnuðum, jafnvel í dagsbirtu. Farsímar eru vinsælir auk annarra hluta. Ég verð að játa að það er gaman að taka þátt í þessu, þegar maður hefur sett á sig Eurovisiongrímuna og einsett sér að taka þessu eins og þetta er, en ég held að það verði rosalega gaman að komast héðan. Ég var að rölta í bænum í morgun. Ég hef sagt ykkur frá því að það eru mörg störfin unninn hér í borg, svo sem lifandi símaklefar og ýmislegt fleira, en í morgun rakst ég á nýja atvinnugrein, sem er yfirleitt stunduð af eldri konum. Þær standa á gangstéttum, sem reyndar eru oftast notaðar sem bílastæði og eru með svona týpískar baðvigtar. Þarna bjóða þær gangandi vegfarendum að vigta sig, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Þetta er afskaplega hentugt ef maður er á gangi og vill fá að vita hvað maður er þungur. Já best að láta vigta sig. Með kveðju
Eurovision Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira