Erlent

Samar ganga til kosninga

Samar í Norður-Svíþjóð ganga til kosninga í dag en þá verður valinn 31 fulltrúi á Samaþingið. Sex flokkar berjast um sæti á þinginu sem er ráðgjafarþing og sér fyrst og fremst um að úthluta ríkisstyrkjum til samískra byggðarlaga í Svíþjóð. Meðal helstu kosningamála er hvort breyta eigi reglum sem kveða á um að atkvæðavægi samískra samfélaga sé í réttu hlutfalli við fjölda hreindýra í samfélögunum. Þannig fá samfélög eitt atkvæði fyrir hver hundrað hreindýr þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir. Þetta þýðir að þeir Samar sem stunda skot- og fiskveiðar í stað hreindýrabúskaps ráða nánast engu og þessu vill flokkur þeirra, Skot- og fiskveiðiflokkurinn, breyta. Óvíst er hvort þeim tekst það því flokknum er spáð þriðjungi þingsæta á Samaþinginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×