Erlent

Gegn verslun Dana í Þýskalandi

Skattaráðherra Danmerkur ætlar að skera upp herör gegn verslun danskra ríkisborgara, í Þýskalandi. Almennur virðisaukaskattur í Danmörku er 25 prósent en ekki nema 16 prósent í Þýskalandi. Á matvöru er 15 prósenta vaskur í Danmörku en 7 í Þýskalandi. Þetta hefur lengi verið búbót fyrir Dani sem skjótast yfir landamærin kaupa árlega fyrir milljarða króna í Þýskalandi. Ýmsar reglur hafa verið settar til þess að draga úr þessari verslun en hugmyndaauðgi Dana við að komast í kringum þær virðist óendanleg. Danska blaðið Jyllandsposten hefur undanfarið flutt fréttir af því að verið sé að gera skipulagða tilraun til þess að neyða dönsk stjórnvöld til þess að lækka virðisaukaskattinn heima fyrir. Skattmálaráðherra Danmerkur, Kristian Jensen, segir að það komi ekki til greina. Þess í stað eigi að setja strangari reglur um verslun í Þýskalandi, hækka sektir við brotum og reyna í gegnum Evrópusambandið að þvingja Þjóðverja til þess að hækka sinn virðisaukaskatt til jafns við það sem tíðkast í Danmörku. Danskur almenningur er onkja hrifinn af þessum fyrirætlunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×