Erlent

Níu Kúrdar drepnir í Tyrklandi

Tyrkneskar hersveitir felldu í nótt níu kúrdíska uppreisnarmenn, þar af tvær konur, í austurhluta landsins. Tíu þúsund tyrkneskir hermenn taka þátt í sókn að herbúðum Kúrda á þessum slóðum. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að réttarhöldin yfir Kúrdaleiðtoganum Abdullah Öcalan hefðu verið ósanngjörn. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að stjórna uppreisn Kúrda sem hefur kostað um þrjátíu þúsund manns lífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×