Börnin stimpluð sem lyfjafíklar 7. maí 2005 00:01 Þingmenn fá ákúrur frá foreldri barns sem gefið er rítalín vegna hegðunarvanda. Faðir stúlku, sem átt hefur við mikla ofvirkni að stríða frá sjö ára aldri, segir umræður um lyfjanotkun barna í þingsölum stimpla fólk í hans stöðu og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr í þjóðfélaginu. Þingmenn voru slegnir á Alþingi í gær vegna upplýsinga um heimsmet íslenskra barna í notkun rítalíns sem gefið er við hegðunarröskun. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort ekki væri hægt að leita annarra leiða en að setja þjóðina nánast alla á geðdeyfðarlyf og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meðal annars að foreldrar og kennarar barna með hegðunar- og geðraskanir hafi haft samband við sig og undrast hversu lítið þyrfti til að börn væru sett á sterk geðlyf. En fleiri hafa sett sig í samband við þingmenn vegna þessa, líkt og faðir ofvirkrar stúlku sem stríðir auk þess við lesblindu og athyglisbrest. Í bréfi til þingmanna varar hann við að umræðan stimpli alla foreldra sem eru með börn á slíkum lyfjum sem tóma aumingja sem nenni ekki að ala upp börnin sín. Hann segir að umræður þingmanna hafi verið óvarlega fram settar og af hugsunarleysi, án tillits til notenda þessara efna. Bendir hann á að þessi börn horfi á sjónvarp og hlusti á útvarp. Umræðan eins og hún hafi verið stimpli alla foreldra og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr. Þá ítrekar hann að lyfjagjöf til barna sé flestum foreldrum, ef ekki öllum, neyðarúrræði. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þingmenn fá ákúrur frá foreldri barns sem gefið er rítalín vegna hegðunarvanda. Faðir stúlku, sem átt hefur við mikla ofvirkni að stríða frá sjö ára aldri, segir umræður um lyfjanotkun barna í þingsölum stimpla fólk í hans stöðu og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr í þjóðfélaginu. Þingmenn voru slegnir á Alþingi í gær vegna upplýsinga um heimsmet íslenskra barna í notkun rítalíns sem gefið er við hegðunarröskun. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort ekki væri hægt að leita annarra leiða en að setja þjóðina nánast alla á geðdeyfðarlyf og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meðal annars að foreldrar og kennarar barna með hegðunar- og geðraskanir hafi haft samband við sig og undrast hversu lítið þyrfti til að börn væru sett á sterk geðlyf. En fleiri hafa sett sig í samband við þingmenn vegna þessa, líkt og faðir ofvirkrar stúlku sem stríðir auk þess við lesblindu og athyglisbrest. Í bréfi til þingmanna varar hann við að umræðan stimpli alla foreldra sem eru með börn á slíkum lyfjum sem tóma aumingja sem nenni ekki að ala upp börnin sín. Hann segir að umræður þingmanna hafi verið óvarlega fram settar og af hugsunarleysi, án tillits til notenda þessara efna. Bendir hann á að þessi börn horfi á sjónvarp og hlusti á útvarp. Umræðan eins og hún hafi verið stimpli alla foreldra og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr. Þá ítrekar hann að lyfjagjöf til barna sé flestum foreldrum, ef ekki öllum, neyðarúrræði.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira