Erlent

Nýnasisti fékk sjö ára dóm

Dómstóll í München í Þýskalandi dæmdi í dag Martin Wiese, þekktan nýnasista, í sjö ára fangelsi fyrir að fara fyrir hryðjuverkasamtökum sem höfðu það að markmiði að kollvarpa lýðræðinu og taka í staðinn upp einræði að hætti nasista. Þá voru þrír félagar hans í nýnasistahópnum Kameradschaft Sued einnig dæmir til fangelsisvistar, en fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir að skipuleggja sprengjuárás við opnunarathöfn nýrrar miðstöðvar gyðinga í München síðla árs 2003. Mennirnir voru handteknir fyrir athöfnina en dómari komst að því að þeir hefðu ekki neinar haldbærar áætlanir og því fengu mennirnir ekki eins þunga dóma og búist hafði verið við. Wiese fékk þyngstan dóm þar sem hann var einnig sakfelldur fyrir ólöglega vopnaeign.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×