Baráttan um Bretland 3. maí 2005 00:01 "Steve er leikmaður sem getur breytt gangi leikja upp á eigin spýtur. Sjáið bara markið sem hann skoraði um síðustu helgi. Ef hann spilar vel þá spilar Liverpool vel," sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi sem haldinn var í gær fyrir síðari leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu, en eins og flestum fótboltaáhugamönnum ætti að vera kunnugt endaði fyrri leikurinn á Stamford Bridge með markalausu jafntefli. Aðspurður sagðist Benitez ekki telja sig vera að setja óþarfa pressu á Gerrard með yfirlýsingum sínum. "Hann er minn fyrirliði og veit að ég vænti mikils af honum." Jamie Carragher, sem átti frábæran leik í fyrri leiknum, segir leikmenn Liverpool ætla að byggja á úrslitum fyrri leiksins. "Þeir eru taldir líklegri og það er allt gott og blessað með það. Það tekur pressuna af okkur," segir Carragher. Hann segist bera virðingu fyrir Chelsea vegna árangurs þeirra í vetur en minnir jafnframt á að Meistaradeildin sé önnur keppni þar sem stemmningin sé önnur. "Við ætlum að stoppa þá í þessum leik. Við erum á heimavelli og höfum ómetanlegan stuðning á okkar bandi. Sjáið bara heimaleikina okkar gegn Olympiakos og Juventus. Andrúmsloftið á Anfield í þeim leikjum var með því besta í sögu Liverpool," segir Carragher. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gefur lítið út á orð Carraghers og segir stuðningsmennina skipta engu máli. "Við eigum eftir að njóta stemmningarinnar alveg jafn mikið. Pressan er öll á Liverpool og mér líður eins og við munum snúa aftur til London á miðvikudaginn sem hetjur. Þeir eru kannski á heimavelli en stuðningsmennirnir eru ekki inni á vellinum. Þar eru 22 leikmenn, 11 frá Chelsea og 11 frá Liverpool. Mínir 11 eru betri. Þess vegna mæti ég óhræddur í leikinn," sagði Mourinho. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
"Steve er leikmaður sem getur breytt gangi leikja upp á eigin spýtur. Sjáið bara markið sem hann skoraði um síðustu helgi. Ef hann spilar vel þá spilar Liverpool vel," sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi sem haldinn var í gær fyrir síðari leik Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu, en eins og flestum fótboltaáhugamönnum ætti að vera kunnugt endaði fyrri leikurinn á Stamford Bridge með markalausu jafntefli. Aðspurður sagðist Benitez ekki telja sig vera að setja óþarfa pressu á Gerrard með yfirlýsingum sínum. "Hann er minn fyrirliði og veit að ég vænti mikils af honum." Jamie Carragher, sem átti frábæran leik í fyrri leiknum, segir leikmenn Liverpool ætla að byggja á úrslitum fyrri leiksins. "Þeir eru taldir líklegri og það er allt gott og blessað með það. Það tekur pressuna af okkur," segir Carragher. Hann segist bera virðingu fyrir Chelsea vegna árangurs þeirra í vetur en minnir jafnframt á að Meistaradeildin sé önnur keppni þar sem stemmningin sé önnur. "Við ætlum að stoppa þá í þessum leik. Við erum á heimavelli og höfum ómetanlegan stuðning á okkar bandi. Sjáið bara heimaleikina okkar gegn Olympiakos og Juventus. Andrúmsloftið á Anfield í þeim leikjum var með því besta í sögu Liverpool," segir Carragher. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, gefur lítið út á orð Carraghers og segir stuðningsmennina skipta engu máli. "Við eigum eftir að njóta stemmningarinnar alveg jafn mikið. Pressan er öll á Liverpool og mér líður eins og við munum snúa aftur til London á miðvikudaginn sem hetjur. Þeir eru kannski á heimavelli en stuðningsmennirnir eru ekki inni á vellinum. Þar eru 22 leikmenn, 11 frá Chelsea og 11 frá Liverpool. Mínir 11 eru betri. Þess vegna mæti ég óhræddur í leikinn," sagði Mourinho.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira