Haukasigur með minnsta mun 30. apríl 2005 00:01 Haukar unnu fyrsta úrslitaleikinn gegn ÍBV í handbolta karla með minnsta mögulega mun, 31-30, og það stefnir í jafnt og spennandi úrslitaeinvígi sem fer næst til Eyja á þriðjudaginn. Haukar unnu fyrsta úrslitaleikinn gegn ÍBV með minnsta mun, 31-30, í DHL-deild karla í handbolta en hann fór fram á Ásvöllum í gær. Haukar eru því enn taplausir í úrslitakeppninni í ár en fara næst til Eyja þar sem heimamenn hafa unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakepppninni í ár. ÍBV byrjaði betur og náði mest þriggja marka forskoti, 7-10, í fyrri hálfleik en Haukar komust yfir fyrir hlé, ekki síst þökk sé góðri markvörslu Birkis Ívars Guðmundssonar á lokamínútum hálfleiksins en hann varði þá úr þremur dauðafærum og einu víti. Haukar héldu frumkvæðinu síðan út leikinn en það var Jónas Stefánsson varamarkvörður sem gulltryggði sigurinn með því að verja þrumuskot Tite Kalandaze sjö sekúndum fyrir leikslok. Tite var annars nánast óstöðvandi með tíu glæsileg mörk úr langskotum en Eyjaliðið sárvantaði framlag frá fleirum og Roland varði aðeins 1 af 10 skotum í seinni hálfleik áður en honum var skipt út af. Haukaliðið náði að vinna leikinn þrátt fyrir að stjörnuleikmaður þess, Ásgeir Örn Hallgrímsson, næði sér ekki á strik. Vignir Svavarsson stígur ekki feilspor þessa daganna og það var ótrúlegt að fylgjast með fyrirliða Hauka leiða sína menn til sigurs. Við vorum ekki sannfærandi „Nú erum við að spila um dolluna, þessa sem við höfum verið að æfa fyrir, og þá er ekkert gefið eftir. Sóknin og vörnin voru bæði ágæt en mér fannst við ósannfærandi á báðum sviðum. Þeir eru alltaf í hælunum á okkur allan leikinn og við náum aldrei að slá þá í burtu. Ég bíð spenntur eftir öðrum leiknum í Eyjum og vonandi mætir fullt af fólki og býr til mikla stemmningu. Það verður erfitt, þeir unnu fyrstu tvo leikina á móti okkur í vetur og áttu alveg jafn mikið skilið að vinna þennan leik. Þetta var sigur en ekki sannfærandi sigur,“ sagði Vignir í leikslok. Brennan er búin Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, sá björtu hliðarnar þrátt fyrir tap. „Þetta var skemmtileg viðureign og þá sérstaklega seinni hluta leiksins. Þetta er rosalega gaman og þótt við séum hundfúlir með það að tapa þessum leik ætlum við að skemmta okkur í þessum úrslitaleikjum og nú er bara að halda áfram. Ég er ósáttur með að við erum bara að fá svona 50% út úr mannskapnum og það eru fjórir leikmenn í liðinu sem ekki ná sér á strik. Við eigum helling inni, við setjumst bara niður á morgun og skoðum þetta. Það má segja að brennan sé búin á þjóðhátíðinni, nú ætlum við að bjóða upp á aðra dagskrá. Þetta eru jöfn lið og ég býst bara við áframhaldandi skemmtun,“ sagði Erlingur eftir leikinn. Mjög jöfn lið Andri Stefan og Halldór Ingólfsson þurftu að taka af skarið þegar Ásgeir Örn Hallgrímsson var klipptur út á hægri vængnum. „Við vorum kannski svolítið taugaspenntir enda rosalega mikið undir í fyrsta leik. Við vorum ekki að spila illa en þetta eru tvö mjög góð og jöfn lið og ég held að allir þessir leikir eigi eftir að vera svona spennandi. Við eigum alveg að geta leyst sóknarleikinn en ég hef mestar áhyggjur af því hvað við komum til með að gera í vörninni. Við töpuðum stórt í Eyjum í vetur, það verður örugglega fullt hús enda fyrsti úrslitaleikurinn hjá þeim þannig ég býst ekki við öðru en rosa partíi þar. Við erum komnir 1-0 yfir. Ég er kannski ekki jafnpottþéttur á að við vinnum þetta í þremur leikjum eins og í fyrra en við ætlum að reyna það,“ sagði Andri Stefan eftir leik. Tölfræðin úr leiknum:Haukar–ÍBV 31–30 (15–14)Mörk Hauka: Vignir Svavarsson 6 (6 skot), Þórir Ólafsson 6 (8/1), Jón Karl Björnsson 6/2 (11/2), Andri Stefan 6 (12, 7 stoðsendingar), Halldór Ingólfsson 4 (7, 4 stoðsendingar), Ásgeir Örn Hallgrímsson 3 (6, 5 stoðsendingar). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 20/1 (af 47/3, 43%), Jónas Stefánsson 3 (af 6, 50%). Mörk ÍBV: Tite Kalandadze 10 (17 skot, allt langskot), Svavar Vignisson 7 (9, 4 mörk á fyrstu 6 mínútum leiksins), Robert Bognar 5 (6), Zoltan Belányi 3/1 (4/1), Samúel Ívar Árnason 3/1 (7/2), Sigurður Ari Stefánsson 2 (8, 8 stoðsendingar þar af 6 inn á línu). Varin skot: Roland Valur Eradze 11/1 (35/3, 31%, varði 7 af fyrstu 14 skotum Hauka), Jóhann Ingi Guðmundsson 5 (af 12, 42%). Íslenski handboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Haukar unnu fyrsta úrslitaleikinn gegn ÍBV í handbolta karla með minnsta mögulega mun, 31-30, og það stefnir í jafnt og spennandi úrslitaeinvígi sem fer næst til Eyja á þriðjudaginn. Haukar unnu fyrsta úrslitaleikinn gegn ÍBV með minnsta mun, 31-30, í DHL-deild karla í handbolta en hann fór fram á Ásvöllum í gær. Haukar eru því enn taplausir í úrslitakeppninni í ár en fara næst til Eyja þar sem heimamenn hafa unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakepppninni í ár. ÍBV byrjaði betur og náði mest þriggja marka forskoti, 7-10, í fyrri hálfleik en Haukar komust yfir fyrir hlé, ekki síst þökk sé góðri markvörslu Birkis Ívars Guðmundssonar á lokamínútum hálfleiksins en hann varði þá úr þremur dauðafærum og einu víti. Haukar héldu frumkvæðinu síðan út leikinn en það var Jónas Stefánsson varamarkvörður sem gulltryggði sigurinn með því að verja þrumuskot Tite Kalandaze sjö sekúndum fyrir leikslok. Tite var annars nánast óstöðvandi með tíu glæsileg mörk úr langskotum en Eyjaliðið sárvantaði framlag frá fleirum og Roland varði aðeins 1 af 10 skotum í seinni hálfleik áður en honum var skipt út af. Haukaliðið náði að vinna leikinn þrátt fyrir að stjörnuleikmaður þess, Ásgeir Örn Hallgrímsson, næði sér ekki á strik. Vignir Svavarsson stígur ekki feilspor þessa daganna og það var ótrúlegt að fylgjast með fyrirliða Hauka leiða sína menn til sigurs. Við vorum ekki sannfærandi „Nú erum við að spila um dolluna, þessa sem við höfum verið að æfa fyrir, og þá er ekkert gefið eftir. Sóknin og vörnin voru bæði ágæt en mér fannst við ósannfærandi á báðum sviðum. Þeir eru alltaf í hælunum á okkur allan leikinn og við náum aldrei að slá þá í burtu. Ég bíð spenntur eftir öðrum leiknum í Eyjum og vonandi mætir fullt af fólki og býr til mikla stemmningu. Það verður erfitt, þeir unnu fyrstu tvo leikina á móti okkur í vetur og áttu alveg jafn mikið skilið að vinna þennan leik. Þetta var sigur en ekki sannfærandi sigur,“ sagði Vignir í leikslok. Brennan er búin Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, sá björtu hliðarnar þrátt fyrir tap. „Þetta var skemmtileg viðureign og þá sérstaklega seinni hluta leiksins. Þetta er rosalega gaman og þótt við séum hundfúlir með það að tapa þessum leik ætlum við að skemmta okkur í þessum úrslitaleikjum og nú er bara að halda áfram. Ég er ósáttur með að við erum bara að fá svona 50% út úr mannskapnum og það eru fjórir leikmenn í liðinu sem ekki ná sér á strik. Við eigum helling inni, við setjumst bara niður á morgun og skoðum þetta. Það má segja að brennan sé búin á þjóðhátíðinni, nú ætlum við að bjóða upp á aðra dagskrá. Þetta eru jöfn lið og ég býst bara við áframhaldandi skemmtun,“ sagði Erlingur eftir leikinn. Mjög jöfn lið Andri Stefan og Halldór Ingólfsson þurftu að taka af skarið þegar Ásgeir Örn Hallgrímsson var klipptur út á hægri vængnum. „Við vorum kannski svolítið taugaspenntir enda rosalega mikið undir í fyrsta leik. Við vorum ekki að spila illa en þetta eru tvö mjög góð og jöfn lið og ég held að allir þessir leikir eigi eftir að vera svona spennandi. Við eigum alveg að geta leyst sóknarleikinn en ég hef mestar áhyggjur af því hvað við komum til með að gera í vörninni. Við töpuðum stórt í Eyjum í vetur, það verður örugglega fullt hús enda fyrsti úrslitaleikurinn hjá þeim þannig ég býst ekki við öðru en rosa partíi þar. Við erum komnir 1-0 yfir. Ég er kannski ekki jafnpottþéttur á að við vinnum þetta í þremur leikjum eins og í fyrra en við ætlum að reyna það,“ sagði Andri Stefan eftir leik. Tölfræðin úr leiknum:Haukar–ÍBV 31–30 (15–14)Mörk Hauka: Vignir Svavarsson 6 (6 skot), Þórir Ólafsson 6 (8/1), Jón Karl Björnsson 6/2 (11/2), Andri Stefan 6 (12, 7 stoðsendingar), Halldór Ingólfsson 4 (7, 4 stoðsendingar), Ásgeir Örn Hallgrímsson 3 (6, 5 stoðsendingar). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 20/1 (af 47/3, 43%), Jónas Stefánsson 3 (af 6, 50%). Mörk ÍBV: Tite Kalandadze 10 (17 skot, allt langskot), Svavar Vignisson 7 (9, 4 mörk á fyrstu 6 mínútum leiksins), Robert Bognar 5 (6), Zoltan Belányi 3/1 (4/1), Samúel Ívar Árnason 3/1 (7/2), Sigurður Ari Stefánsson 2 (8, 8 stoðsendingar þar af 6 inn á línu). Varin skot: Roland Valur Eradze 11/1 (35/3, 31%, varði 7 af fyrstu 14 skotum Hauka), Jóhann Ingi Guðmundsson 5 (af 12, 42%).
Íslenski handboltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira