Eiður líklega í byrjunarliðinu 27. apríl 2005 00:01 Gríðarleg spenna er fyrir undanúrslitaleik Chelsea og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á Stamford Bridge í Lundúnum í kvöld. Leikurinn hefst klykkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Flest bendir til þess að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea líkt og undanfarnar vikur og spili fremstur á miðjunni. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri lykilatriði að fara ekki á taugum þótt Chelsea vinni ekki heimaleikinn á Stamford Bridge. Það sé alltaf hægt að vinna seinni leikinn. Mourinho segist bera mikla virðingu fyrir Rafael Benitez, stjóra Liverpool, sem hafi komið liðinu alla leið í undanúrslitin með því að spila taktískt og það henti Chelsea í sjálfu sér vel að mæta þannig liði. Benitez sagði að undanúrslitaleikirnir í Meistaradeildinni yrðu án nokkurs vafa töluvert öðruvísi en deildarleikir liðanna. Chelsea hefði stóran leikmannahóp til þess að takast á við erfiða deildarkeppni í Englandi en í tveimur úrslitaleikjum í Meistaradeildinni yrði taktíkin í fyrirrúmi og allt gæti gerst. Chelsea mætir með sína sterkustu sveit fyrir utan Wayne Bridge, Paule Ferreira og Scott Parker sem allir eru fótbrotnir. Damien Duff er tognaður aftan í læri og fer í læknisskoðun síðdegis. Steven Gerrard, Xabi Alonso, Milan Baros og Luis Garcia eru klárir í slaginn hjá Liverpool en Harry Kewell er enn frá vegna meiðsla. Að loknum leik Chelsea og Liverpool á Sýn mæta knattspyrnusérfræðingar í sjónvarpssal Sýnar og kryfja leikinn til mergjar. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira
Gríðarleg spenna er fyrir undanúrslitaleik Chelsea og Liverpool í Meistaradeild Evrópu á Stamford Bridge í Lundúnum í kvöld. Leikurinn hefst klykkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Flest bendir til þess að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea líkt og undanfarnar vikur og spili fremstur á miðjunni. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri lykilatriði að fara ekki á taugum þótt Chelsea vinni ekki heimaleikinn á Stamford Bridge. Það sé alltaf hægt að vinna seinni leikinn. Mourinho segist bera mikla virðingu fyrir Rafael Benitez, stjóra Liverpool, sem hafi komið liðinu alla leið í undanúrslitin með því að spila taktískt og það henti Chelsea í sjálfu sér vel að mæta þannig liði. Benitez sagði að undanúrslitaleikirnir í Meistaradeildinni yrðu án nokkurs vafa töluvert öðruvísi en deildarleikir liðanna. Chelsea hefði stóran leikmannahóp til þess að takast á við erfiða deildarkeppni í Englandi en í tveimur úrslitaleikjum í Meistaradeildinni yrði taktíkin í fyrirrúmi og allt gæti gerst. Chelsea mætir með sína sterkustu sveit fyrir utan Wayne Bridge, Paule Ferreira og Scott Parker sem allir eru fótbrotnir. Damien Duff er tognaður aftan í læri og fer í læknisskoðun síðdegis. Steven Gerrard, Xabi Alonso, Milan Baros og Luis Garcia eru klárir í slaginn hjá Liverpool en Harry Kewell er enn frá vegna meiðsla. Að loknum leik Chelsea og Liverpool á Sýn mæta knattspyrnusérfræðingar í sjónvarpssal Sýnar og kryfja leikinn til mergjar.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira