Erlent

Engin gereyðingarvopn í Írak

Charles Duelfer, formaður vopnaleitarhóps Bandaríkjamanna í Írak skilaði lokaskýrslu sinni um gereyðingarvopnaeign Íraka. Niðurstaða hans er að engin slík vopn sé þar að finna og engar vísbendingar séu um að Írakar hafi flutt gereyðingarvopn sín til Sýrlands skömmu fyrir innrásina vorið 2003. Duelfer varar hins vegar við að fjöldi íraskra vísindamanna búi yfir þekkingu um hvernig smíða eigi hættuleg vopn og því sé mikilvægt að koma í veg fyrir það. Írakar áttu umtalsverðar birgðir af efnavopnum á níunda áratugnum en þeim var að líkindum öllum eytt á þeim tíunda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×