Erlent

Fá sólarhring til að bjarga gíslum

Uppreisnarmenn í Írak, sem halda þremur rúmenskum blaðamönnum í gíslingu, gáfu rúmenskum stjórnvöldum sólarhringsfrest til viðbótar til að kalla herlið sitt frá Írak, að öðrum kosti yrðu gíslarnir teknir af lífi. Rúmenar höfðu fengið frest til klukkan tvö að íslenskum tíma í dag til að tilkynna að rúmenskar hersveitir yrðu kallaðar heim en urðu ekki við því. Hins vegar greindi fréttastjóri sjónvarpsstöðvarinnar, sem tveir blaðamannanna vinna hjá, frá því að mannræningjarnir hefðu hringt í dag og gefið stjórnvöldum sólarhringsfrest til viðbótar til að bjarga lífi blaðamannanna. Fjölmenn mótmæli hafi verið á götum borga í Rúmeníu undanfarið þar sem farið er fram á að gíslunum verði sleppt, en þeir hafa verið í haldi í tæpan mánuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×