Ekki hræddir við Chelsea 25. apríl 2005 00:01 Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, vill að Mílanóborg hljóti uppreisn æru þegar hans menn mæta PSV Eindhoven í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, eftir ólætin sem settu blett á leik liðsins í síðustu umferð. Rafael Benitez hjá Liverpool segir sína menn klára í slaginn annað kvöld og segir þá ekki hrædda við Chelsea. Milan eygir úrslitaleikinn "Við höfum þegar náð því takmarki að vera á meðal fjögurra bestu liða Evrópu og höfum slegið út frábær lið eins og Manchester United og Inter á leið okkar þangað, svo við erum nokkuð sáttir við leiktíðina," sagði Ancelotti í samtali við heimasíðu AC Milan, en liðið er einnig í harðri toppbaráttu í deildakeppninni heima fyrir. Margir leikmanna Milan virðast vera farnir að hugsa til úrslitaleiksins, en brasilíski varnarmaðurinn Cafú hefur varað sína menn harðlega við að vanmeta hollenska liðið, sem hefur náð frábærum árangri í vetur. "Við erum enn minnugir leikjanna við Deportivo í fyrra, þar sem við féllum úr keppni eftir að vinna fyrri leikinn 4-1, svo að menn vita að það þýðir ekkert að vanmeta andstæðinga sína í þessari keppni," sagði bakvörðurinn sterki. Ekki hræddir við Chelsea Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er hóflega bjartsýnn fyrir undanúrslitaleikinn við Chelsea annað kvöld og segist gera sér grein fyrir að það verði gríðarlega erfiður leikur. "Við höfum náð lengra en flestir spáðu í þessari keppni, en ég held að sjálfstraust leikmanna minna sé í fínu lagi eftir að við lögðum Juventus. Við gerum okkur ljóst að leikurinn við Chelsea verður mjög erfiður af þeirri einföldu staðreynd að þar er á ferð eitt besta lið í heiminum. Við erum hins vegar ekkert hræddir," sagði Benitez, en hin getspaka eiginkona hans er sögð vera búin að spá því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, vill að Mílanóborg hljóti uppreisn æru þegar hans menn mæta PSV Eindhoven í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, eftir ólætin sem settu blett á leik liðsins í síðustu umferð. Rafael Benitez hjá Liverpool segir sína menn klára í slaginn annað kvöld og segir þá ekki hrædda við Chelsea. Milan eygir úrslitaleikinn "Við höfum þegar náð því takmarki að vera á meðal fjögurra bestu liða Evrópu og höfum slegið út frábær lið eins og Manchester United og Inter á leið okkar þangað, svo við erum nokkuð sáttir við leiktíðina," sagði Ancelotti í samtali við heimasíðu AC Milan, en liðið er einnig í harðri toppbaráttu í deildakeppninni heima fyrir. Margir leikmanna Milan virðast vera farnir að hugsa til úrslitaleiksins, en brasilíski varnarmaðurinn Cafú hefur varað sína menn harðlega við að vanmeta hollenska liðið, sem hefur náð frábærum árangri í vetur. "Við erum enn minnugir leikjanna við Deportivo í fyrra, þar sem við féllum úr keppni eftir að vinna fyrri leikinn 4-1, svo að menn vita að það þýðir ekkert að vanmeta andstæðinga sína í þessari keppni," sagði bakvörðurinn sterki. Ekki hræddir við Chelsea Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er hóflega bjartsýnn fyrir undanúrslitaleikinn við Chelsea annað kvöld og segist gera sér grein fyrir að það verði gríðarlega erfiður leikur. "Við höfum náð lengra en flestir spáðu í þessari keppni, en ég held að sjálfstraust leikmanna minna sé í fínu lagi eftir að við lögðum Juventus. Við gerum okkur ljóst að leikurinn við Chelsea verður mjög erfiður af þeirri einföldu staðreynd að þar er á ferð eitt besta lið í heiminum. Við erum hins vegar ekkert hræddir," sagði Benitez, en hin getspaka eiginkona hans er sögð vera búin að spá því að Liverpool vinni Meistaradeildina í ár.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira