Til Amman í arabískunám 20. apríl 2005 00:01 "Við ætluðum í ferðalag um Austurlöndin en foreldrum okkar leist alls ekki vel á þá hugmynd. Því skráðum við okkur í nám í arabísku fyrir útlendinga í Amman í Jórdaníu. Þá verðum við í nokkuð öruggu háskólaumhverfi," segir Þorbjörg. "Þá fengum við að minnsta kosti gult ljós frá fólkinu okkar og ef ekki verður stríð þá sleppur þetta," bætir Anna við brosandi. Báðar vonast til að komast til Sýrlands og Líbanons og Anna nefnir reyndar líka Ísrael og Írak - en bara lágt. Þær eru báðar tvítugar og eru að lesa undir fyrstu vorprófin í lögfræði. En þar sem þær ætla út um miðjan september og verða fram í febrúar er ljóst að þær munu salta lögfræðina. "Við sleppum alveg næsta vetri," segja þær frekar feginsamlega. Arabískunámið segja þær kosta álíka mikið og eina önn í Háskóla Íslands, uppihaldið sé mun ódýrara í Amman en hér og ferðakostnaðurinn ekkert til að setja fyrir sig. En halda þær að hægt sé að komast inn í svona framandi mál á fjórum mánuðum? "Ja, eitthvað lærum við," segir Anna ákveðin. "Námið er byggt þannig upp að fyrst er talþjálfun og síðan verður okkur kennt að skrifa stafrófið og fleira." "Svo er boðið uppá ókeypis ferðir um helgar. Þessi deild háskólans virðist halda vel utan um nemendurna og auk þess að fá kennslu í tungumálinu eru þeir fræddir um mannlíf og menningu á svæðinu," upplýsir Þorbjörg sem í vetur hefur sótt námskeið í Kóraninum meðfram laganáminu. Stúlkurnar eru sammála um að Austurlöndin séu bæði framandi og forvitnileg. "Svæðið hefur verið mikið í fréttum og margir hafa sterkar skoðanir á því sem þar fer fram," segir Anna. "Já," segir Þorbjörg. "Það eru þær skoðanir sem gerir það áhugaverðara en önnur svæði. Okkur langar að kynnast því af eigin raun." Nám Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Við ætluðum í ferðalag um Austurlöndin en foreldrum okkar leist alls ekki vel á þá hugmynd. Því skráðum við okkur í nám í arabísku fyrir útlendinga í Amman í Jórdaníu. Þá verðum við í nokkuð öruggu háskólaumhverfi," segir Þorbjörg. "Þá fengum við að minnsta kosti gult ljós frá fólkinu okkar og ef ekki verður stríð þá sleppur þetta," bætir Anna við brosandi. Báðar vonast til að komast til Sýrlands og Líbanons og Anna nefnir reyndar líka Ísrael og Írak - en bara lágt. Þær eru báðar tvítugar og eru að lesa undir fyrstu vorprófin í lögfræði. En þar sem þær ætla út um miðjan september og verða fram í febrúar er ljóst að þær munu salta lögfræðina. "Við sleppum alveg næsta vetri," segja þær frekar feginsamlega. Arabískunámið segja þær kosta álíka mikið og eina önn í Háskóla Íslands, uppihaldið sé mun ódýrara í Amman en hér og ferðakostnaðurinn ekkert til að setja fyrir sig. En halda þær að hægt sé að komast inn í svona framandi mál á fjórum mánuðum? "Ja, eitthvað lærum við," segir Anna ákveðin. "Námið er byggt þannig upp að fyrst er talþjálfun og síðan verður okkur kennt að skrifa stafrófið og fleira." "Svo er boðið uppá ókeypis ferðir um helgar. Þessi deild háskólans virðist halda vel utan um nemendurna og auk þess að fá kennslu í tungumálinu eru þeir fræddir um mannlíf og menningu á svæðinu," upplýsir Þorbjörg sem í vetur hefur sótt námskeið í Kóraninum meðfram laganáminu. Stúlkurnar eru sammála um að Austurlöndin séu bæði framandi og forvitnileg. "Svæðið hefur verið mikið í fréttum og margir hafa sterkar skoðanir á því sem þar fer fram," segir Anna. "Já," segir Þorbjörg. "Það eru þær skoðanir sem gerir það áhugaverðara en önnur svæði. Okkur langar að kynnast því af eigin raun."
Nám Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“