Segir Nine Songs ekki klámmynd 15. apríl 2005 00:01 Nakið og ódulið kynlíf er rauði þráðurinn í kvikmyndinni Nine Songs sem sýnd verður í kvöld á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Aðalleikari myndarinnar segir þetta engan veginn klámmynd heldur raunsæja mynd af sambandi karls og konu og býst hann við að íslenskir áhorfendur taki myndinni vel. Það er leikstjórinn Michael Winterbottom sem gerir myndina en meðal mynda hans er 24 Hour Party People. Nine Songs fjallar um samband Matts og Lisu frá því að þau kynnast og fylgst er með sambandi þeirra. Óhætt er að segja að kynlífssenur myndarinnar, sem eru margar, séu raunsæjar enda að miklu leyti raunverulegar. Reyndar svo raunverulegar að einhverjir myndu skilgreina myndina sem klámmynd. Kieran O'Brien, aðalleikari myndarinnar, segir að þeir sem haldi því fram hafi ekki séð myndina. Þetta sé ástarævintýri og fólkið í myndinni séu elskendur, en ástfangið fólk elskist ef lukkan sé með því. O'Brien segir að leikstjórinn hafi viljað kanna hið nána samband þessa fólks en klámi sé ætlað að æsa fólk upp kynferðislega, en það hafi ekki verið ætlunin með myndinni. Ef myndin æsi fólk sé það í lagi en þau hafi verið að gera mynd um innilega og líflega ástarsögu. Á milli ástarsena fer parið á tónleika með ýmsum þekktum hljómsveitum. O'Brien segir kynlífið vissulega nakið en þannig sé það í samböndum. Hann segist ekki hafa verið tregur að taka hlutverkið að sér en viðurkennir að mikilvægt hafi verið að kunna vel við mótleikarann. Hann segir að myndinni hafi verið vel tekið í Evrópu en heima í Bretlandi hafi viðtökur verið aðeins dræmari. Hún hefur þó hvergi verið bönnuð. Eitthvað hafi þó gengið á í Frakklandi og Ástralíu. Fólk hafi mótmælt ákvörðunum ýmissa matsnefnda en hvergi hafi hún verið bönnuð þótt það hafi verið rætt. O´Brien býst ekki við að íslenskir áhorfendur rjúki á dyr. Allir Íslendingar virðist vera frekar rólegir og eiga svipuð áhugamál. Ísland sé fallegur staður og hann telji að myndin gangi vel hérna. Menning Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Nakið og ódulið kynlíf er rauði þráðurinn í kvikmyndinni Nine Songs sem sýnd verður í kvöld á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Aðalleikari myndarinnar segir þetta engan veginn klámmynd heldur raunsæja mynd af sambandi karls og konu og býst hann við að íslenskir áhorfendur taki myndinni vel. Það er leikstjórinn Michael Winterbottom sem gerir myndina en meðal mynda hans er 24 Hour Party People. Nine Songs fjallar um samband Matts og Lisu frá því að þau kynnast og fylgst er með sambandi þeirra. Óhætt er að segja að kynlífssenur myndarinnar, sem eru margar, séu raunsæjar enda að miklu leyti raunverulegar. Reyndar svo raunverulegar að einhverjir myndu skilgreina myndina sem klámmynd. Kieran O'Brien, aðalleikari myndarinnar, segir að þeir sem haldi því fram hafi ekki séð myndina. Þetta sé ástarævintýri og fólkið í myndinni séu elskendur, en ástfangið fólk elskist ef lukkan sé með því. O'Brien segir að leikstjórinn hafi viljað kanna hið nána samband þessa fólks en klámi sé ætlað að æsa fólk upp kynferðislega, en það hafi ekki verið ætlunin með myndinni. Ef myndin æsi fólk sé það í lagi en þau hafi verið að gera mynd um innilega og líflega ástarsögu. Á milli ástarsena fer parið á tónleika með ýmsum þekktum hljómsveitum. O'Brien segir kynlífið vissulega nakið en þannig sé það í samböndum. Hann segist ekki hafa verið tregur að taka hlutverkið að sér en viðurkennir að mikilvægt hafi verið að kunna vel við mótleikarann. Hann segir að myndinni hafi verið vel tekið í Evrópu en heima í Bretlandi hafi viðtökur verið aðeins dræmari. Hún hefur þó hvergi verið bönnuð. Eitthvað hafi þó gengið á í Frakklandi og Ástralíu. Fólk hafi mótmælt ákvörðunum ýmissa matsnefnda en hvergi hafi hún verið bönnuð þótt það hafi verið rætt. O´Brien býst ekki við að íslenskir áhorfendur rjúki á dyr. Allir Íslendingar virðist vera frekar rólegir og eiga svipuð áhugamál. Ísland sé fallegur staður og hann telji að myndin gangi vel hérna.
Menning Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira