Vítin voru aumingjaskapur 6. apríl 2005 00:01 HK og Valur leiða saman hesta sína öðru sinni í 8-liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafði betur á heimavelli sínum í fyrsta leiknum þar sem stórleikur Björgvin Páls Gústafssonar í marki HK dugði ekki til, en hann varði 25 skot og þar af þrjú víti frá Baldvini Þorsteinssyni hjá Val, sem seint verður talinn slök vítaskytta. Þótt mesta spennan snúist að sjálfsögðu í kringum leikinn sjálfan í kvöld verður ekki síður áhugavert að fylgjast með einvígi þeirra Baldvins og Björgvins á vítapunktinum, þar sem sá síðarnefndi hefur klárlega yfirhöndina nú um stundir. "Ég veit ekkert um hvort ég fái að taka vítin í næsta leik eftir þennan aumingjaskap í mér í þeim fyrsta. En ef svo fer þá mun ég ekki skorast undir þeirri ábyrgð. Ég er alltaf til í að taka víti," sagði Baldvin þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. "En þessi vítaköst hjá mér í fyrsta leiknum voru náttúrulega til skammar. Það þýðir ekkert að gefa sig út fyrir að vera vítaskytta liðs og bjóða jafn hrikaleg víti og þessi. Þau voru laus og ófrumleg og ég held að Bjöggi hafi ekkert þurft að hafa fyrir því að verja þau," sagði Baldvin, augljóslega mjög ósáttur við sjálfan sig og kvaðst hann ætla taka sjálfan sig í rækilega naflaskoðun fyrir leikinn í kvöld. Björgvin viðurkenndi við Fréttablaðið að hann hefði kortlagt vítaskot Baldvins. "Ég átti harma að hefna eftir að hann skoraði sex mörk úr sex vítum í deildarleiknum um daginn." segir Björgvin sem kveðst hafa fellt Baldvin á eigin bragði, sálfræðinni. "Víti snúast svo mikið um sálfræðina og Baldvin notar það mikið, t.d. með því að labba út að miðju og láta markmanninn bíða eftir sér. Ég reyndi á móti að rugla aðeins í honum þegar hann loksins kom á punktinn og það gekk upp í þetta skiptið. En það er ekkert gefið að ég geti lesið hann svona næst. Baldvin er ein besta vítaskytta landsins og langar örugglega að svara fyrir sig," segir Björgvin. Íslenski handboltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
HK og Valur leiða saman hesta sína öðru sinni í 8-liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafði betur á heimavelli sínum í fyrsta leiknum þar sem stórleikur Björgvin Páls Gústafssonar í marki HK dugði ekki til, en hann varði 25 skot og þar af þrjú víti frá Baldvini Þorsteinssyni hjá Val, sem seint verður talinn slök vítaskytta. Þótt mesta spennan snúist að sjálfsögðu í kringum leikinn sjálfan í kvöld verður ekki síður áhugavert að fylgjast með einvígi þeirra Baldvins og Björgvins á vítapunktinum, þar sem sá síðarnefndi hefur klárlega yfirhöndina nú um stundir. "Ég veit ekkert um hvort ég fái að taka vítin í næsta leik eftir þennan aumingjaskap í mér í þeim fyrsta. En ef svo fer þá mun ég ekki skorast undir þeirri ábyrgð. Ég er alltaf til í að taka víti," sagði Baldvin þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. "En þessi vítaköst hjá mér í fyrsta leiknum voru náttúrulega til skammar. Það þýðir ekkert að gefa sig út fyrir að vera vítaskytta liðs og bjóða jafn hrikaleg víti og þessi. Þau voru laus og ófrumleg og ég held að Bjöggi hafi ekkert þurft að hafa fyrir því að verja þau," sagði Baldvin, augljóslega mjög ósáttur við sjálfan sig og kvaðst hann ætla taka sjálfan sig í rækilega naflaskoðun fyrir leikinn í kvöld. Björgvin viðurkenndi við Fréttablaðið að hann hefði kortlagt vítaskot Baldvins. "Ég átti harma að hefna eftir að hann skoraði sex mörk úr sex vítum í deildarleiknum um daginn." segir Björgvin sem kveðst hafa fellt Baldvin á eigin bragði, sálfræðinni. "Víti snúast svo mikið um sálfræðina og Baldvin notar það mikið, t.d. með því að labba út að miðju og láta markmanninn bíða eftir sér. Ég reyndi á móti að rugla aðeins í honum þegar hann loksins kom á punktinn og það gekk upp í þetta skiptið. En það er ekkert gefið að ég geti lesið hann svona næst. Baldvin er ein besta vítaskytta landsins og langar örugglega að svara fyrir sig," segir Björgvin.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira