Menning

Verslingar mælskastir

Úrslitakeppnin í ræðumennsku Morfís var háð í Háskólabíói og var hún æsispennandi þar sem Fjölbrautaskólinn í Breiðholti veitti Verslunarskólanum harða keppni. Umræðuefni kvöldsins var þróunaraðstoð og mælti lið FB með en lið Versló á móti. Munurinn á liðunum var aðeins 22 stig, Versló var með 1382 stig en FB 1360. Björn Bragi Arnarson var valinn ræðumaður kvöldsins og munaði aðeins einu stigi á honum og næsta manni, Gunnari Jónssyni úr liði FB-inga. Björn Bragi er á lokaönn í Verslunarskólanum og er á alþjóðabraut. Eflaust eigum við eftir að heyra meira í honum í framtíðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×