Sport

Del Piero vill gleyma Heysel

Alessandro del Piero vill nota Meistaradeildarleikinn gegn Liverpool annað kvöld til að "loka kafla" á mjög slæmri minningu. Eins og flestir vita mættust liðin tvö í úrslitum Evrópukeppninnar árið 1985 á Heysel leikvanginum þar sem 39 stuðningsmenn létust. "Þennan dag var ég hjá vini mínum ásamt fjölskyldu minni að horfa á leikinn," sagði del Piero í dag. "Þegar lætin byrjuðu sendi faðir minn okkur krakkana út í fótbolta því hann vissi að þetta yrði ekki fallegt. Núna með þessum leik vona ég að allir geti bara einbeitt sér að því að spila fótbolta. Það mun vera erfitt, bæði sökum þeirra 39 er létust og einnig vegna Páfans sem lést á dögunum." Fabio Capello, stjóri Juventus, varaði leikmenn sína við andrúmsloftinu sem verður á Anfield og talaði um Rafa Benitez og árangurinn sem hann hefur náð í Meistaradeildinni á sínu fyrsta tímabili með félagið, og það þrátt fyrir öll meiðslin sem hann hefur þurft að glíma við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×