Fæstir ofbeldismenn greiða bætur 22. mars 2005 00:01 Fórnarlömb ofbeldismanna verða af stórum hluta þeirra miskabóta sem þeim hafa verið dæmdar. Ástæðan er sú að brotamennirnir eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Þar sem miskabætur sem ríkið greiðir hafa ekki hækkað síðan þær voru teknar upp fyrir áratug munar oft miklu á dæmdum bótum og bótagreiðslum. Helga Leifsdóttir réttargæslumaður gagnrýnir að miskabætur hafi ekki hækkað og segir þær miskabætur sem ríkið greiði of lágar. Að auki séu þær ekki í takt við dóma um hærri bótagreiðslur til þolenda ofbeldismanna. Helga segir ríkið greiða allt að 600 þúsund krónur í miskabætur. Eðlilegast væri að ríkið ábyrgðist niðurstöðu dómstóla að fullu. Í það minnsta ætti að horfa til alvarleika brots og alvarlegra afleiðinga fyrir andlega heilsu tjónþola og greiða bætur í samræmi við það. "Algengt er að miskabætur fyrir nauðgun séu um milljón og yfir. Því miður eiga ofbeldismenn í nær öllum tilvikum hvorki eignir né fé til að greiða kröfurnar," segir Helga. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Þorsteinn Davíðsson, segir ekki í skoðun innan ráðuneytisins að hækka bótagreiðslur frá ríkinu enda hafi heildarupphæðin farið stigvaxandi frá upptöku laganna. Helga er réttargæslumaður þriggja barna Sri Rahmawati sem myrt var af Hákoni Eydal. Að dómi gengnum í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði verjandi Hákonar hann ekki geta greitt þær metskaðabætur sem börnum Sri voru dæmdar. "Miðað við þau lög sem nú eru í gildi fá börnin einungis sex milljónir bættar af þessum 22 milljónum sem þeim voru dæmdar," segir Helga. Þau fái hvert sex hundruð þúsund krónur í bætur vegna miska en einnig misjafnlega háa greiðslu vegna móðurmissisins: "Yngsta barnið fær tvær og hálfa milljón vegna missis framfæranda. Þær duga ekki sem lágmarksmeðlagsgreiðslur fyrir það til átján ára aldurs." Á árunum 1996 til 2002 fengu 23 af þeim 32 sem fengu greiðslu frá ríkinu lægri bætur en þeim voru dæmdar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Fórnarlömb ofbeldismanna verða af stórum hluta þeirra miskabóta sem þeim hafa verið dæmdar. Ástæðan er sú að brotamennirnir eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Þar sem miskabætur sem ríkið greiðir hafa ekki hækkað síðan þær voru teknar upp fyrir áratug munar oft miklu á dæmdum bótum og bótagreiðslum. Helga Leifsdóttir réttargæslumaður gagnrýnir að miskabætur hafi ekki hækkað og segir þær miskabætur sem ríkið greiði of lágar. Að auki séu þær ekki í takt við dóma um hærri bótagreiðslur til þolenda ofbeldismanna. Helga segir ríkið greiða allt að 600 þúsund krónur í miskabætur. Eðlilegast væri að ríkið ábyrgðist niðurstöðu dómstóla að fullu. Í það minnsta ætti að horfa til alvarleika brots og alvarlegra afleiðinga fyrir andlega heilsu tjónþola og greiða bætur í samræmi við það. "Algengt er að miskabætur fyrir nauðgun séu um milljón og yfir. Því miður eiga ofbeldismenn í nær öllum tilvikum hvorki eignir né fé til að greiða kröfurnar," segir Helga. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Þorsteinn Davíðsson, segir ekki í skoðun innan ráðuneytisins að hækka bótagreiðslur frá ríkinu enda hafi heildarupphæðin farið stigvaxandi frá upptöku laganna. Helga er réttargæslumaður þriggja barna Sri Rahmawati sem myrt var af Hákoni Eydal. Að dómi gengnum í Héraðsdómi Reykjavíkur sagði verjandi Hákonar hann ekki geta greitt þær metskaðabætur sem börnum Sri voru dæmdar. "Miðað við þau lög sem nú eru í gildi fá börnin einungis sex milljónir bættar af þessum 22 milljónum sem þeim voru dæmdar," segir Helga. Þau fái hvert sex hundruð þúsund krónur í bætur vegna miska en einnig misjafnlega háa greiðslu vegna móðurmissisins: "Yngsta barnið fær tvær og hálfa milljón vegna missis framfæranda. Þær duga ekki sem lágmarksmeðlagsgreiðslur fyrir það til átján ára aldurs." Á árunum 1996 til 2002 fengu 23 af þeim 32 sem fengu greiðslu frá ríkinu lægri bætur en þeim voru dæmdar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira