Mótmæltu stríði á Ingólfstorgi 19. mars 2005 00:01 Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi í dag til að krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herlið sitt út úr Írak. Tilefnið? Jú, í dag eru liðin tvö ár frá því Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra, þar á meðal Íslendingar, ákváðu að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Er stríðinu í Írak lokið, nú tveimur árum eftir innrásina, og allt komið í farsælan og lýðræðislegan farveg í landinu? Um þetta deila stjórnmálamenn, fræðimenn og almenningur um allan heim en íslenskir andstæðingar Íraksstríðsins sýndu í það minnsta sína skoðun á þessu máli í dag þegar þeir fjölmenntu með mótmælaspjöld á Ingólfstorg til að lýsa yfir andúð sinni á stríðinu sjálfu og framferði Bandaríkjastjórnar í Írak. Jórunn Sigurðardóttir, einn mótmælenda, segist hafa komið til að mótmæla og sýna að hún sé ekki sammála þessu stríði. Þorvaldur Þorvaldsson, sem einnig kom til að mótmæla, segir að flest það sem andstæðingar stríðsins hafi haldið fram fyrir tveimur árum hafi komið fram, m.a. að ástandið í Írak myndi ekki batna við innrásina heldur þveröfugt. Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem einnig var á Ingólfstorgi, sagðist vera komin til að nýta rétt sinn til þess að mótmæla Íraksstríðinu og öllum stríðum yfirhöfuð. Björk Davíðsdóttir, sjö ára, sagðist aðspurð vera á móti stríði. Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, segir aðspurður að mótmælin séu ekki tímaskekkja í ljósi kosninga í Írak í lok janúar. Það sem hafi gerst allra síðustu daga og vikur í Írak sýni að sú furðulega bjartsýni manna um að allt yrði í himnalagi og pennastriki slegið yfir fortíðina vegna kosninganna sé fjarri sanni. Heimurinn horfi upp á borgarastyrjöld í Írak og ekkert bendi til þess að menn séu að nálgast frið og lýðræði í landinu og útlitið sé mjög skuggalegt. Stefán segir að Bush Bandaríkjaforseti hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði í Líbanon á dögunum að það væri ómögulegt að halda frjálsar og lýðræðislegar kosningar þar í landi með erlendan her í landinu. Það gildi í Írak ekki síður en Líbanon. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi í dag til að krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herlið sitt út úr Írak. Tilefnið? Jú, í dag eru liðin tvö ár frá því Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra, þar á meðal Íslendingar, ákváðu að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Er stríðinu í Írak lokið, nú tveimur árum eftir innrásina, og allt komið í farsælan og lýðræðislegan farveg í landinu? Um þetta deila stjórnmálamenn, fræðimenn og almenningur um allan heim en íslenskir andstæðingar Íraksstríðsins sýndu í það minnsta sína skoðun á þessu máli í dag þegar þeir fjölmenntu með mótmælaspjöld á Ingólfstorg til að lýsa yfir andúð sinni á stríðinu sjálfu og framferði Bandaríkjastjórnar í Írak. Jórunn Sigurðardóttir, einn mótmælenda, segist hafa komið til að mótmæla og sýna að hún sé ekki sammála þessu stríði. Þorvaldur Þorvaldsson, sem einnig kom til að mótmæla, segir að flest það sem andstæðingar stríðsins hafi haldið fram fyrir tveimur árum hafi komið fram, m.a. að ástandið í Írak myndi ekki batna við innrásina heldur þveröfugt. Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem einnig var á Ingólfstorgi, sagðist vera komin til að nýta rétt sinn til þess að mótmæla Íraksstríðinu og öllum stríðum yfirhöfuð. Björk Davíðsdóttir, sjö ára, sagðist aðspurð vera á móti stríði. Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, segir aðspurður að mótmælin séu ekki tímaskekkja í ljósi kosninga í Írak í lok janúar. Það sem hafi gerst allra síðustu daga og vikur í Írak sýni að sú furðulega bjartsýni manna um að allt yrði í himnalagi og pennastriki slegið yfir fortíðina vegna kosninganna sé fjarri sanni. Heimurinn horfi upp á borgarastyrjöld í Írak og ekkert bendi til þess að menn séu að nálgast frið og lýðræði í landinu og útlitið sé mjög skuggalegt. Stefán segir að Bush Bandaríkjaforseti hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði í Líbanon á dögunum að það væri ómögulegt að halda frjálsar og lýðræðislegar kosningar þar í landi með erlendan her í landinu. Það gildi í Írak ekki síður en Líbanon.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira