Góð hvíld er lífsnauðsynleg 15. mars 2005 00:01 "Þeir tóku þessu fegins hendi. Svo má kannski segja að það hafi verið forréttindi fyrir mig að fá að kynnast þessum mikla karlaheimi," segir Lovísa, augljóslega ánægð með sjómennina sína. Niðurstöður rannsóknarinnar segir Lovísa ekki hafa komið á óvart því sambærilegar rannsóknir hafi verið gerðar á svefnvenjum vaktavinnuvinnufólks í Svíþjóð. "Vinna sjómanna er skilgreind sem hörð vaktavinna, þar sem tveir hópar skipta milli sín fjórum vöktum. Annars vegar er unnin nætur- og síðdegisvakt og hins vegar morgun- og kvöldvakt." Lovísa segir það taka líkamann um fimm daga að endurstilla klukkuna sína eftir vakt. "Sjómenn eru hins vegar oft að vinna á annarri vaktinni einn túrinn, hoppa í land í tvo til þrjá daga og fara út aftur og vinna þá á hinni." Þetta segir Lovísa valda því að líkamsklukkan verði hreinlega skökk og líkaminn fari að vinna gegn sjálfum sér. Þetta geri ennfremur að verkum að hormónastarfsemin brenglast, blóðþrýstingurinn hækkar, blóðsykur eykst og starfsemi annarra líffæra örvast ásamt því að mótstöðuafl líkamans minnkar. "Skortur á góðri hvíld getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar manna og fyrir vaktavinnufólk eins og sjómenn er nauðsynlegt fyrir þá að fá góða hvíld." Meðal annarra atriða sem rannsóknin sýndi fram á var að fjöldi svefngloppa hafi komið fram á þeim tímum þegar líkamsstarfsemin hafi átt að vera hvað minnst og því hætta á slysum mikil. "Til þess að skynja svefn þarftu að vera sofandi í þrjár til fjórar mínútur. Svefngloppur eru augnablik þar sem menn gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru sofandi. Menn eru þá ekki meðvitaðir um þær hættur sem eru í kringum þá." Ennfremur segir Lovísa að hún hafi látið mæla hávaða í svefnrými sjómanna, hann hafi mælst í kringum 85 desibil en æskilegt er að hann fari ekki mikið yfir 50 desibil í svefnrýmum starfsmanna. "Hávaði er einn af áhrifaþáttum svefns. Það er algengt að menn telji sig venjast honum en það er ekki rétt, menn tapa bara heyrn." Lovísa segir ennfremur að heilsufar sjómanna hafi verið talsvert lakara en gengur og gerist hjá meðalmanninum. "Þeir eru með hæstu tíðni reykinga meðal starfstétta og drekka mikið kaffi. Þetta hefur allt mikil áhrif á svefnvenjur þeirra og gerir það að verkum að þeir hvílast ekki nægilega vel," segir Lovísa, sem bætir þó við að með einföldum forvörnum, reglulegu heilsufarseftirliti og auknu þoli megi koma í veg fyrir að heilbrigði sjómanna sé stefnt í voða. Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Þeir tóku þessu fegins hendi. Svo má kannski segja að það hafi verið forréttindi fyrir mig að fá að kynnast þessum mikla karlaheimi," segir Lovísa, augljóslega ánægð með sjómennina sína. Niðurstöður rannsóknarinnar segir Lovísa ekki hafa komið á óvart því sambærilegar rannsóknir hafi verið gerðar á svefnvenjum vaktavinnuvinnufólks í Svíþjóð. "Vinna sjómanna er skilgreind sem hörð vaktavinna, þar sem tveir hópar skipta milli sín fjórum vöktum. Annars vegar er unnin nætur- og síðdegisvakt og hins vegar morgun- og kvöldvakt." Lovísa segir það taka líkamann um fimm daga að endurstilla klukkuna sína eftir vakt. "Sjómenn eru hins vegar oft að vinna á annarri vaktinni einn túrinn, hoppa í land í tvo til þrjá daga og fara út aftur og vinna þá á hinni." Þetta segir Lovísa valda því að líkamsklukkan verði hreinlega skökk og líkaminn fari að vinna gegn sjálfum sér. Þetta geri ennfremur að verkum að hormónastarfsemin brenglast, blóðþrýstingurinn hækkar, blóðsykur eykst og starfsemi annarra líffæra örvast ásamt því að mótstöðuafl líkamans minnkar. "Skortur á góðri hvíld getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar manna og fyrir vaktavinnufólk eins og sjómenn er nauðsynlegt fyrir þá að fá góða hvíld." Meðal annarra atriða sem rannsóknin sýndi fram á var að fjöldi svefngloppa hafi komið fram á þeim tímum þegar líkamsstarfsemin hafi átt að vera hvað minnst og því hætta á slysum mikil. "Til þess að skynja svefn þarftu að vera sofandi í þrjár til fjórar mínútur. Svefngloppur eru augnablik þar sem menn gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru sofandi. Menn eru þá ekki meðvitaðir um þær hættur sem eru í kringum þá." Ennfremur segir Lovísa að hún hafi látið mæla hávaða í svefnrými sjómanna, hann hafi mælst í kringum 85 desibil en æskilegt er að hann fari ekki mikið yfir 50 desibil í svefnrýmum starfsmanna. "Hávaði er einn af áhrifaþáttum svefns. Það er algengt að menn telji sig venjast honum en það er ekki rétt, menn tapa bara heyrn." Lovísa segir ennfremur að heilsufar sjómanna hafi verið talsvert lakara en gengur og gerist hjá meðalmanninum. "Þeir eru með hæstu tíðni reykinga meðal starfstétta og drekka mikið kaffi. Þetta hefur allt mikil áhrif á svefnvenjur þeirra og gerir það að verkum að þeir hvílast ekki nægilega vel," segir Lovísa, sem bætir þó við að með einföldum forvörnum, reglulegu heilsufarseftirliti og auknu þoli megi koma í veg fyrir að heilbrigði sjómanna sé stefnt í voða.
Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira