„Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. nóvember 2025 22:47 Friðrik Margrétar Guðmundsson tónskáld ræddi þýðingu þess að fá Grammy-tilnefningu tvö ár í röð við fréttamann. Facebook/Vilhelm Tónskáld og poppsérfræðingur segir það risastóra viðurkenningu fyrir tónlistarkonuna Laufeyju Lin að fá tilnefningu fyrir poppplötu ársins ári eftir að hún sigraði í sama flokki Grammy-verðlaunanna. Með þessu festi Laufey sig í sessi á stjörnuhimninum í tónlistarlífi utan landsteinanna. Tilkynnt var í gær að tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sé tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokki hefðbundinnar popptónlistar fyrir breiðskífuna A Matter of Time sem kom út í ágúst á þessu ári. Í flokknum etur hún kappi við poppgoðsagnir á borð við Elton John, Lady Gaga og Börböru Streisand. Fyllti Madisongarðinn Friðrik Margrétar Guðmundsson, tónskáld og poppsérfræðingur, segir í samtali við fréttastofu að ljóst sé að Laufey sé risastórt nafn í tónlistarbransanum. Sem dæmi var uppselt á tónleika hennar í tónleikhöllinni Madisongarði í New York sem tekur um tuttugu þúsund manns í sæti. „Þetta eru náttúrulega stærstu tónlistarverðlaun í heiminum þannig að þetta er mjög stórt. Þá vegur það líka meira að hún er ekki að gera tónlist sem er ekki alveg eins og það vinsælasta í heiminum heldur er hún að fara sína eigin leið.“ Verðskuldað Þetta er í annað sinn sem Laufey er tilnefnd til þessara rómuðu verðlauna en hún hlaut verðlaunin í sama flokki á síðasta ári fyrir breiðskífuna Bewitched sem kom út árið 2023 og sigraði heimsbyggðina. „Plata er náttúrulega heildarverk, stórt verk, og að fá tilnefningu tvö ár í röð fyrir eitthvað eins og plötu er náttúrulega rosalega stórt og setur hana á þennan stall sem hún á skilið að vera á núna því hún er það stórt nafn. Tilnefningin sannreynir það og staðfestir það að hún er þessi stóra listakona sem hún er. Að hún geti fylgt eftir þessari frábæru plötu sem hún átti í fyrra með plötunni sem hún gerði í ár.“ En hvað er það við tónlist Laufeyjar sem er lykillinn að þessari miklu velgengni? „Umræðan um tónlistina er mikið bundin við hvað hún dregur mikil áhrif frá gamalli tónlist, tónlist frá millistríðs- og eftirstríðsárunum. Í kjarnanum er þetta rosalega nútímaleg tónlist. Þetta er látlaust-lágstemmt, sem er stílbragð sem hefur rutt sér til rúms síðustu ár,“ segir Friðrik. Tónlist Laufey Lín Grammy-verðlaunin Íslendingar erlendis Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Tilkynnt var í gær að tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sé tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokki hefðbundinnar popptónlistar fyrir breiðskífuna A Matter of Time sem kom út í ágúst á þessu ári. Í flokknum etur hún kappi við poppgoðsagnir á borð við Elton John, Lady Gaga og Börböru Streisand. Fyllti Madisongarðinn Friðrik Margrétar Guðmundsson, tónskáld og poppsérfræðingur, segir í samtali við fréttastofu að ljóst sé að Laufey sé risastórt nafn í tónlistarbransanum. Sem dæmi var uppselt á tónleika hennar í tónleikhöllinni Madisongarði í New York sem tekur um tuttugu þúsund manns í sæti. „Þetta eru náttúrulega stærstu tónlistarverðlaun í heiminum þannig að þetta er mjög stórt. Þá vegur það líka meira að hún er ekki að gera tónlist sem er ekki alveg eins og það vinsælasta í heiminum heldur er hún að fara sína eigin leið.“ Verðskuldað Þetta er í annað sinn sem Laufey er tilnefnd til þessara rómuðu verðlauna en hún hlaut verðlaunin í sama flokki á síðasta ári fyrir breiðskífuna Bewitched sem kom út árið 2023 og sigraði heimsbyggðina. „Plata er náttúrulega heildarverk, stórt verk, og að fá tilnefningu tvö ár í röð fyrir eitthvað eins og plötu er náttúrulega rosalega stórt og setur hana á þennan stall sem hún á skilið að vera á núna því hún er það stórt nafn. Tilnefningin sannreynir það og staðfestir það að hún er þessi stóra listakona sem hún er. Að hún geti fylgt eftir þessari frábæru plötu sem hún átti í fyrra með plötunni sem hún gerði í ár.“ En hvað er það við tónlist Laufeyjar sem er lykillinn að þessari miklu velgengni? „Umræðan um tónlistina er mikið bundin við hvað hún dregur mikil áhrif frá gamalli tónlist, tónlist frá millistríðs- og eftirstríðsárunum. Í kjarnanum er þetta rosalega nútímaleg tónlist. Þetta er látlaust-lágstemmt, sem er stílbragð sem hefur rutt sér til rúms síðustu ár,“ segir Friðrik.
Tónlist Laufey Lín Grammy-verðlaunin Íslendingar erlendis Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira