Sport

Fulke leiðir í Quatar

Sænski kylfingurinn Pierre Fulke leiðir eftir fyrsta hring á Quatar Masters. Fulke lék á 66 höggum, sex undir pari, og hefur því eins höggs forskot á Ástralann Richard Green, Svíann Henrik Stenson og Garry Houston frá Wales. Ernie Els frá Suður-Afríku, sem er í þriðja sæti heimslistans og jafnframt eini kylfingurinn á meðal 50 bestu kylfinga heims sem þátt tekur í mótinu, náði sér ekki á strik. Els lék á 73 höggum og er í hættu á að komast ekki í gegnum niðurskurðinn á morgun



Fleiri fréttir

Sjá meira


×