Alvarlegar breytingar 8. mars 2005 00:01 "Ég tel að ef af ræktun erfðabreyttra lífvera utanhúss verður á Íslandi geti það orðið eitt afdrifaríkasta spor sem stigið hefur verið í íslenskum landbúnaði," segir Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í landnýtingu og lífrænum búskap hjá Bændasamtökum Íslands. Þar vísar hann til greinar í Bændablaðinu 14. desember sl. þar sem fram kemur að ORF-Líftækni hf. hyggist hefja ræktun erfðabreytts byggs utanhúss á ótilgreindum svæðum, eftir fjögurra ára tilraunir með slíka ræktun í gróðurhúsum. Tilgangurinn með þeirri ræktun er framleiðsla á sérvirkum prótínum til notkunar í lyfjaþróun, iðnaði og landbúnaði. Þessi mál verða rædd á yfirstandandi Búnaðarþingi. Fyrir þá sem ekki vita hvað erfðabreyttar plöntur eru skal upplýst að þær verða til þar sem nýrri tækni hefur verið beitt til að búa til ný afbrigði, þ.e. plöntu með nýjan eiginleika. Með sérstökum aðferðum eru gen valin og einangruð úr einni lífveru og flutt yfir í nytjaplöntuna sem vantar þetta gen. Þau stýra þá ákveðnum eiginleika sem talinn er eftirsóknarverður og getur til dæmis verið ónæmi gegn ákveðnum illgresiseyðum, meira þol gegn frosti eða næringaríkari forðaprótín í fræi. Ólafur telur hin lyfjavirku prótín í byggi Orfs óhjákvæmilega fara út í jarðveginn ef um utanhússræktun er að ræða, þau smitist út í grunnvatnið, fuglar himins beri efnin með sér og vindur feyki frjókornum þeirra yfir í aðrar spildur. "Ég skil ekkert í að ekki skuli hafa komið fram athugasemdir við þessi áform og engir varnaglar skuli slegnir," segir hann og finnst greinilega að Íslendingar taki þarna óþarfa áhættu. "Þessi stefna stangast algerlega á við þá ímynd sem við viljum hafa sem umhverfisvænt land með hreinar og náttúrulegar afurðir. Hún ógnar framtíð lífræns búskapar í landinu og útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða," segir hann og bætir við: "Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið." Nýlega var opnaður vefurinn erfdabreytt.net Heilsa Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég tel að ef af ræktun erfðabreyttra lífvera utanhúss verður á Íslandi geti það orðið eitt afdrifaríkasta spor sem stigið hefur verið í íslenskum landbúnaði," segir Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í landnýtingu og lífrænum búskap hjá Bændasamtökum Íslands. Þar vísar hann til greinar í Bændablaðinu 14. desember sl. þar sem fram kemur að ORF-Líftækni hf. hyggist hefja ræktun erfðabreytts byggs utanhúss á ótilgreindum svæðum, eftir fjögurra ára tilraunir með slíka ræktun í gróðurhúsum. Tilgangurinn með þeirri ræktun er framleiðsla á sérvirkum prótínum til notkunar í lyfjaþróun, iðnaði og landbúnaði. Þessi mál verða rædd á yfirstandandi Búnaðarþingi. Fyrir þá sem ekki vita hvað erfðabreyttar plöntur eru skal upplýst að þær verða til þar sem nýrri tækni hefur verið beitt til að búa til ný afbrigði, þ.e. plöntu með nýjan eiginleika. Með sérstökum aðferðum eru gen valin og einangruð úr einni lífveru og flutt yfir í nytjaplöntuna sem vantar þetta gen. Þau stýra þá ákveðnum eiginleika sem talinn er eftirsóknarverður og getur til dæmis verið ónæmi gegn ákveðnum illgresiseyðum, meira þol gegn frosti eða næringaríkari forðaprótín í fræi. Ólafur telur hin lyfjavirku prótín í byggi Orfs óhjákvæmilega fara út í jarðveginn ef um utanhússræktun er að ræða, þau smitist út í grunnvatnið, fuglar himins beri efnin með sér og vindur feyki frjókornum þeirra yfir í aðrar spildur. "Ég skil ekkert í að ekki skuli hafa komið fram athugasemdir við þessi áform og engir varnaglar skuli slegnir," segir hann og finnst greinilega að Íslendingar taki þarna óþarfa áhættu. "Þessi stefna stangast algerlega á við þá ímynd sem við viljum hafa sem umhverfisvænt land með hreinar og náttúrulegar afurðir. Hún ógnar framtíð lífræns búskapar í landinu og útflutningi íslenskra landbúnaðarafurða," segir hann og bætir við: "Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið." Nýlega var opnaður vefurinn erfdabreytt.net
Heilsa Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira