Til atlögu við heimilisofbeldi 15. febrúar 2005 00:01 "Heimilisofbeldi er eitt af best geymdu leyndarmálum íslensks samfélags og það getur átt sér stað á ólíklegustu heimilum. Tilgangur þessarar þemaviku Hjálparsíma Rauða krossins er að rjúfa þá þögn sem þolendur slíks ofbeldis búa við og aðstoða þá við að komast út úr þeim vítahring sem þeir eru í," segir Brynhildur Barðadóttir, verkefnastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Bryndís segir þolendur heimilisofbeldis oft það bælda og niðurbrotna að þeir eigi erfitt með að gefa sig fram. "Einkenni þeirra sem beita ofbeldi er að útiloka fórnarlambið frá eðlilegri umgengni við vini og fjölskyldu, þannig að það hefur engan að leita til," segir hún. Hjálparsíminn 1717 vill þarna grípa inn í og hvetja fólk til að segja frá reynslu sinni, fá andlegan stuðning og vonandi varanleg úrræði. Svarendur hjálparsímans hafa í nokkrum mæli orðið varir við heimilisobeldi til þessa en Bryndís telur tilfellin ekki vera af þeim fjölda að þau séu í réttu hlutfalli við vandamálið í þjóðfélaginu. "Við teljum að mun fleiri þyrftu að leita sér aðstoðar því þó svo fjöldi kvenna komi í Kvennaathvarfið þá er það bara toppurinn á ísjakanum," segir Brynhildur og tekur fram að sjálfboðaliðarnir sem svari í símann 1717 hjá Rauða krossinum hafi fengið ákveðna þjálfun til að koma til hjálpar í svona tilfellum og benda fólki á leiðir útúr vandanum. Hún vill líka geta þess að Hjálparsími Rauða krossins er opinn allan sólarhringinn og að hringingar í hann eru gjaldfrjálsar og ekki skráðar á símareikning. Heilsa Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Heimilisofbeldi er eitt af best geymdu leyndarmálum íslensks samfélags og það getur átt sér stað á ólíklegustu heimilum. Tilgangur þessarar þemaviku Hjálparsíma Rauða krossins er að rjúfa þá þögn sem þolendur slíks ofbeldis búa við og aðstoða þá við að komast út úr þeim vítahring sem þeir eru í," segir Brynhildur Barðadóttir, verkefnastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Bryndís segir þolendur heimilisofbeldis oft það bælda og niðurbrotna að þeir eigi erfitt með að gefa sig fram. "Einkenni þeirra sem beita ofbeldi er að útiloka fórnarlambið frá eðlilegri umgengni við vini og fjölskyldu, þannig að það hefur engan að leita til," segir hún. Hjálparsíminn 1717 vill þarna grípa inn í og hvetja fólk til að segja frá reynslu sinni, fá andlegan stuðning og vonandi varanleg úrræði. Svarendur hjálparsímans hafa í nokkrum mæli orðið varir við heimilisobeldi til þessa en Bryndís telur tilfellin ekki vera af þeim fjölda að þau séu í réttu hlutfalli við vandamálið í þjóðfélaginu. "Við teljum að mun fleiri þyrftu að leita sér aðstoðar því þó svo fjöldi kvenna komi í Kvennaathvarfið þá er það bara toppurinn á ísjakanum," segir Brynhildur og tekur fram að sjálfboðaliðarnir sem svari í símann 1717 hjá Rauða krossinum hafi fengið ákveðna þjálfun til að koma til hjálpar í svona tilfellum og benda fólki á leiðir útúr vandanum. Hún vill líka geta þess að Hjálparsími Rauða krossins er opinn allan sólarhringinn og að hringingar í hann eru gjaldfrjálsar og ekki skráðar á símareikning.
Heilsa Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira