600 þúsund bollur 2. febrúar 2005 00:01 Árleg sælkerahátíð er í farvatninu. Hún hefst með bolluhelginni miklu sem jafnan stendur frá laugardegi til mánudags og lýkur á þriðjudag með saltkjöti og baunum. Sumir laumast svo í sælgætispoka barna sinna að kveldi öskudags. Reyndar hafa bollur fengist í nokkrum bakaríum síðustu daga því sumir bakarameistarar hófu bollubakstur og sölu um síðustu helgi, tíu dögum fyrir bolludag. Heimildir Fréttablaðsins herma að bollusalan um síðustu helgi hafi verið góð enda margir sem standast ekki mátið þegar þeir sjá súkkulaðigljáðar, rjómafylltar bollurnar blasa við í borðum bakaríanna. "Við þessir gömlu byrjum ekki fyrr en á föstudag [á morgun]," segir Reynir Þorleifsson, bakari í Bakaríinu Dalvegi og formaður Landssambands bakarameistara. Hann hefur bakað margar bollur um ævina, á enda þrjátíu ár að baki í faginu. "Þetta er mikil vertíð og sunnudagarnir eru jafnvel stærri en sjálfur bolludagurinn," segir Reynir. Hann veit sem er að vinsældir bollunnar eru gríðarlegar og vaxa ár frá ári. "Það hefur verið aukning hjá mér um hátt í þúsund bollur á ári." Hann bakar sumsé fimm þúsund bollum meira í ár en fyrir fimm árum. Sjálfur er hann hógvær í neyslunni og borðar bara bollur á bolludeginum. Snertir þær ekki dagana á undan. Finnst þær samt mjög góðar. Og uppskriftin er fyrir löngu orðin klassísk."Bollan hefur lítið breyst en ef eitthvað er hafa gæði aukist." Það telst þó fréttnæmt að vatnsdeigsbollan er í stöðugri sókn. "Þær eru komnar uppundir helming af öllum bollum og jafnvel yfir það," segir Reynir bakari og skýtur á að meðalverð á bollum sé um 220 krónur. Reynir játar að samkeppni bakaría sé hörð en telur hana eðlilega. "Ég held að menn séu ekki að klóra augun hver úr öðrum. Þetta er bara eins og það á að vera." Innlent Menning Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Árleg sælkerahátíð er í farvatninu. Hún hefst með bolluhelginni miklu sem jafnan stendur frá laugardegi til mánudags og lýkur á þriðjudag með saltkjöti og baunum. Sumir laumast svo í sælgætispoka barna sinna að kveldi öskudags. Reyndar hafa bollur fengist í nokkrum bakaríum síðustu daga því sumir bakarameistarar hófu bollubakstur og sölu um síðustu helgi, tíu dögum fyrir bolludag. Heimildir Fréttablaðsins herma að bollusalan um síðustu helgi hafi verið góð enda margir sem standast ekki mátið þegar þeir sjá súkkulaðigljáðar, rjómafylltar bollurnar blasa við í borðum bakaríanna. "Við þessir gömlu byrjum ekki fyrr en á föstudag [á morgun]," segir Reynir Þorleifsson, bakari í Bakaríinu Dalvegi og formaður Landssambands bakarameistara. Hann hefur bakað margar bollur um ævina, á enda þrjátíu ár að baki í faginu. "Þetta er mikil vertíð og sunnudagarnir eru jafnvel stærri en sjálfur bolludagurinn," segir Reynir. Hann veit sem er að vinsældir bollunnar eru gríðarlegar og vaxa ár frá ári. "Það hefur verið aukning hjá mér um hátt í þúsund bollur á ári." Hann bakar sumsé fimm þúsund bollum meira í ár en fyrir fimm árum. Sjálfur er hann hógvær í neyslunni og borðar bara bollur á bolludeginum. Snertir þær ekki dagana á undan. Finnst þær samt mjög góðar. Og uppskriftin er fyrir löngu orðin klassísk."Bollan hefur lítið breyst en ef eitthvað er hafa gæði aukist." Það telst þó fréttnæmt að vatnsdeigsbollan er í stöðugri sókn. "Þær eru komnar uppundir helming af öllum bollum og jafnvel yfir það," segir Reynir bakari og skýtur á að meðalverð á bollum sé um 220 krónur. Reynir játar að samkeppni bakaría sé hörð en telur hana eðlilega. "Ég held að menn séu ekki að klóra augun hver úr öðrum. Þetta er bara eins og það á að vera."
Innlent Menning Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira