Rússarnir koma til Bandaríkjanna 31. janúar 2005 00:01 Fjöldi rússneskra njósnara í Bandaríkjunum er nú í það minnsta jafn mikill og á tímum Kalda stríðsins, og það þrátt fyrir að Rússland sé minna og máttlausara ríki en gömlu Sovétríkin. Rússarnir koma segir í fyrirsögn fréttatímaritsins TIME sem kemur út í dag og skyldi engan undra. Vitað er um í það minnsta hundrað rússneska njósnara í Bandaríkjunum, en það eru aðeins þeir njósnarar sem starfa eftir hefðbundnum og auðrekjanlegum leiðum, flestir þeirra sem sendifulltrúar í sendiráðum Rússlands. Ekki er langt um liðið síðan Bandaríkjamenn vísuðu fimmtíu rússneskum sendiráðunautum úr landi fyrir njósnir. Enginn þorir hins vegar að giska á fjölda þeirra njósnara sem sigla undir öðru fölsku flaggi, til að mynda sem kaupsýslumenn, blaðamenn og vísindamenn. Þeir eru hugsanlega betur í sveit settir að nálgast mörg þeirra leyndarmála sem Rússar vilja komast yfir, t.d. leyndardóma kjarnorkuvarnakerfisins sem Bandaríkjamenn hafa lagt mikla fjármuni í að þróa. Þeir vilja líka vita hver langtímastefna bandarískra stjórnvalda er gagnvart Rússlandi og helstu nágrönnum: fyrrverandi Sovétlýðveldum, Kína og Miðausturlöndum. Rússar eru einnig sagðir hafa mikinn áhuga á tæknibúnaði sem má nota bæði í iðnaði og öðru af því tagi en einnig í vopnaframleiðslu. Þeir eru sagðir hafa stofnað þúsundir gervifyrirtækja til að kaupa slík gögn, oft í gegnum þriðja ríkið. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 breyttust áherslur alríkislögreglunnar FBI, en hún stjórnar njósnaraveiðum innan Bandaríkjanna. Minni áhersla var lögð á slíkt starf, sem var þá álitið veigaminna í ljósi breyttrar heimsmyndar. Athyglin beindist fremur að hryðjuverkamönnum en nú hafa yfirmenn FBI vaknað upp við vondan draum, segir í TIME, og fyrirskipað að gagnnjósnurum verði fjölgað þegar í stað. Erlent Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Fjöldi rússneskra njósnara í Bandaríkjunum er nú í það minnsta jafn mikill og á tímum Kalda stríðsins, og það þrátt fyrir að Rússland sé minna og máttlausara ríki en gömlu Sovétríkin. Rússarnir koma segir í fyrirsögn fréttatímaritsins TIME sem kemur út í dag og skyldi engan undra. Vitað er um í það minnsta hundrað rússneska njósnara í Bandaríkjunum, en það eru aðeins þeir njósnarar sem starfa eftir hefðbundnum og auðrekjanlegum leiðum, flestir þeirra sem sendifulltrúar í sendiráðum Rússlands. Ekki er langt um liðið síðan Bandaríkjamenn vísuðu fimmtíu rússneskum sendiráðunautum úr landi fyrir njósnir. Enginn þorir hins vegar að giska á fjölda þeirra njósnara sem sigla undir öðru fölsku flaggi, til að mynda sem kaupsýslumenn, blaðamenn og vísindamenn. Þeir eru hugsanlega betur í sveit settir að nálgast mörg þeirra leyndarmála sem Rússar vilja komast yfir, t.d. leyndardóma kjarnorkuvarnakerfisins sem Bandaríkjamenn hafa lagt mikla fjármuni í að þróa. Þeir vilja líka vita hver langtímastefna bandarískra stjórnvalda er gagnvart Rússlandi og helstu nágrönnum: fyrrverandi Sovétlýðveldum, Kína og Miðausturlöndum. Rússar eru einnig sagðir hafa mikinn áhuga á tæknibúnaði sem má nota bæði í iðnaði og öðru af því tagi en einnig í vopnaframleiðslu. Þeir eru sagðir hafa stofnað þúsundir gervifyrirtækja til að kaupa slík gögn, oft í gegnum þriðja ríkið. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 breyttust áherslur alríkislögreglunnar FBI, en hún stjórnar njósnaraveiðum innan Bandaríkjanna. Minni áhersla var lögð á slíkt starf, sem var þá álitið veigaminna í ljósi breyttrar heimsmyndar. Athyglin beindist fremur að hryðjuverkamönnum en nú hafa yfirmenn FBI vaknað upp við vondan draum, segir í TIME, og fyrirskipað að gagnnjósnurum verði fjölgað þegar í stað.
Erlent Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira