Erlent

Níu létust í lestarslysi í L.A.

Að minnsta kosti níu létu lífið og rúmlega hundrað slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu og ók á aðra farþegalest og flutningalest í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Samkvæmt CNN-fréttastofunni virðist sem farþegalestin hafi ekið á bíl sem var á teinunum, farið út af sporinu og rekist í aðra farþegalest og svo klesst á flutningalest. Ekki er ljóst hversu margir voru um borð í lestunum en slökkviliðsmenn berjast nú við elda sem kviknuðu í þeim um leið og þeir ganga úr skugga um hvort einhverjir séu fastir í vögnunum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.