Trúir ekki á megrunarkúra 25. janúar 2005 00:01 "Ég er reyndar ekki í ræktinni núna þó að ég myndi glöð vilja segjast fara alla daga. En ég er að safna mér fyrir korti í Nordica. Ég prófaði það í tvo mánuði og fannst það æðislegt. Ég þarf að hafa dekur með ef ég fer í ræktina - annars fer ég ekki. En á meðan ég er að safna mér fyrir þessu líkamsræktarkorti þá labba ég mikið," segir Eva sem er algjört náttúrubarn. "Mér finnst mjög gaman að fara út í náttúruna og út úr bænum. Mér finnst æðislegt að vera úti því það veitir mér hugarró og mér finnst gott að vera ein með sjálfri mér." Eva er að setja upp leikritið Brilljant skilnaður með mömmu sinni Eddu Björgvinsdóttur og er það viss heilsubót. "Við hlæjum rosalega mikið saman og ég er eiginlega búin að blómstra meira af því en að hreyfa mig. Síðan vinn ég með svo rosalega uppbyggilegu fólki. Mig langar ekkert að vera fimmtíu kíló því ég er mjög sátt við mig eins og ég er. Ég henti meira að segja vigtinni minni um daginn því ég nenni ekki að stressa mig á því hvort ég bæti á mig einu kílói eða ekki. En hreyfingin er mikilvæg því hún veitir svo mikla andlega vellíðan. Ég trúi ekki á megrunarkúra en ég veit að ég á að borða hollan mat. Mér finnst voða gott að fara á Grænan kost eða Maður lifandi einu sinni í viku því fjölskyldan mín er ekki miklar grænmetisætur. Ég drekk líka mikið vatn því það er mikilvægt og svo finnst mér það gott. En ef maður er hamingjusamur þá er allt í lagi að hafa brjóst og rass og eitthvað til að klípa í. Mér finnst það bara flott." Heilsa Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég er reyndar ekki í ræktinni núna þó að ég myndi glöð vilja segjast fara alla daga. En ég er að safna mér fyrir korti í Nordica. Ég prófaði það í tvo mánuði og fannst það æðislegt. Ég þarf að hafa dekur með ef ég fer í ræktina - annars fer ég ekki. En á meðan ég er að safna mér fyrir þessu líkamsræktarkorti þá labba ég mikið," segir Eva sem er algjört náttúrubarn. "Mér finnst mjög gaman að fara út í náttúruna og út úr bænum. Mér finnst æðislegt að vera úti því það veitir mér hugarró og mér finnst gott að vera ein með sjálfri mér." Eva er að setja upp leikritið Brilljant skilnaður með mömmu sinni Eddu Björgvinsdóttur og er það viss heilsubót. "Við hlæjum rosalega mikið saman og ég er eiginlega búin að blómstra meira af því en að hreyfa mig. Síðan vinn ég með svo rosalega uppbyggilegu fólki. Mig langar ekkert að vera fimmtíu kíló því ég er mjög sátt við mig eins og ég er. Ég henti meira að segja vigtinni minni um daginn því ég nenni ekki að stressa mig á því hvort ég bæti á mig einu kílói eða ekki. En hreyfingin er mikilvæg því hún veitir svo mikla andlega vellíðan. Ég trúi ekki á megrunarkúra en ég veit að ég á að borða hollan mat. Mér finnst voða gott að fara á Grænan kost eða Maður lifandi einu sinni í viku því fjölskyldan mín er ekki miklar grænmetisætur. Ég drekk líka mikið vatn því það er mikilvægt og svo finnst mér það gott. En ef maður er hamingjusamur þá er allt í lagi að hafa brjóst og rass og eitthvað til að klípa í. Mér finnst það bara flott."
Heilsa Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira