Sport

Armstrong varð annar

Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, hófust í gær með 19 kílómetra tímaþraut. Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong varð annar, tveimur sekúndum á eftir landa sínum David Zabriskie. Armstrong freistar þess að vinna keppnina sjöunda árið í röð. Kapparnir hjóla 181,5 kílómetra í dag frá Challans til Les Essarts. Keppnin stendur yfir í 22 daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×