Sport

Andri og Arnar féllu úr keppni

Tennisköppunum Andra Jónssyni og Arnari Sigurðssyni tókst ekki að fylgja eftir góðum sigri í fjórðungsúrslitum í tvíliðaleik á tennismóti atvinnumanna í Trier í Þýskalandi á föstudag og urðu að láta í minnipokann í undanúrslitum í gær. Andri og Arnar kepptu á móti Jamaíkamanni og Þjóðverja og töpuðu í tveimur settum, 2-6 og 4-6. Þrátt fyrir tapið í undanúrslitunum í gær hafa þeir Andri og Arnar náð góðum árangri með því að komast svona langt í móti atvinnumanna og tryggðu sér fyrstir íslenskra tennisleikara ATP-punkta og komust inn á heimslista atvinnumanna í tennis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×